Þetta er stórfrétt sem nánast enginn fjölmiðill nennir, eða þorir að segja frá. Samtökum Íslamskra Ríkja (OIC) hefur tekist að koma í gegn viðbót við mannréttindasáttmálann á fundi Human Rights Council. Þessi "viðbót" bannar fólki að krítisera hluti eins og Sharia lögin, sem t.d. setja átómatískan dauðadóm á þá sem snúa baki við Íslömsku trúnni og dæmir konur til dauða fyrir að stunda kynlíf utan hjónabands.
Þessi breyting var studd af Kína, Rússlandi og Kúbu.
Þetta styður það sem ég hef áður sagt um Sameiniðuþjóðirnar og þær breytingar sem þar hafa átt sér stað síðan samtökin voru stofnuð eftir seinni heimstyrjöldina. Samtökin er ekki lengur samtök með lýðræði og mannréttindi að leiðarljósi, enda eru flestir meðlimir samtakana einræðis og alræðisríki.
Það er löngu kominn tími til að stofnuð verði alþjóðasamtök lýðræðisríkja. Samtök sem eru einungis opin löndum sem uppfylla skilyrði lýðræðis. Samtök sem í alvörunni hefðu lýðræði og mannréttindi að leiðarljósi. Þessi samtök gætu veitt meðlimum aðhald og staðið sem ein heild í samskiptum við alræðissamtök líkt og Samtök Arabaríkja og Sameiniðuþjóðirnar.
Þú ert semsagt ekki lengur verndaður/uð af Mannréttindasáttmála Sameiniðuþjóðanna og best að passa sig að segja ekkert sem Stóri Bróðir segir að megi ekki segja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:03 | Facebook
Athugasemdir
Veistu, ég held að mannkyn sé farið að þróast afturábak, stjórnmálamenn upp til hópa vita ekkert hvað þeir eru að gera.
DoctorE (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 09:25
Þetta eru orð í tíma töluð. Það er sannarlega kominn tími til að stofna alþjóðasamtök lýðræðisríkja. Múslimunum er að takast að smeygja sér allsstaðar inn, með sín glæpsamlegu viðhorf. Þeir njóta stuðnings kommúnista og annara niðurrifsafla, auk Naívistanna sem ekki verður þverfótað fyrir.
Loftur Altice Þorsteinsson, 3.5.2008 kl. 10:38
Þetta er það sem koma skal, Múslímar eru á hraðri leið með að fá öllu sínu framgengt, Kristnir, Gyðingar samkynhneigðir og vantrúaðir sem og lýðveldissinna munu þurfa að sæta skertu frelsi í framtíðinni ef fólk fer ekki að andmæla þessar frekju. Nýlendustefna Múslíma er að verða að veruleika og á meðan geispa íslendingar og halda upp húmanísku væli og halda þeir verða ekki fyrir barðinu á Sharía. Fólk þarf ekki annað en að líta til mið-austurlanda og skoða þróunina þar, waahabisminn er að taka völdin, Líbanon er nýjast fórnalambið og vestræn samfélög, geispa, Tyrkland verður næst, ef ekki Egyptaland, ætlum við að geispa lýðræði og frelsi burt sakir umbugðulyndis?
Frábær athugasemd hjá þér í nýustu færslu posdoc.
kv.
Linda (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 13:14
Þakka þér fyrir þessa góðu færslu!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.5.2008 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.