1.10.2008 | 10:17
Fólksflótti; eða fólk eltir fé.
Ég hef haldið því fram lengi að Reykjavík sé ekkert öruggari en landsbyggðin í að halda í íbúa sína. Á síðustu áratugum hafa staðið yfir fólksflutningar frá landsbyggðinni til Reykjavíkur þrátt fyrir mikla andspyrnu ríkisstjórnar og sveitafélaga. Þetta er í raun eðlileg þróun en öll ríki heimsins hafa búið við sama ástand á sama tímabili. Fólk flytur frá smærri byggðum til borga þar sem fjármunir, lífsstíll og tækifærin búa. Ísland á einungis eina byggð sem kallast gæti borgarmynd og þangað sækir fólkið. Bretland er í raun nokkuð svipuð, en þrátt fyrir mikla fjárfestingu í borgum í norður Englandi, þá streymir mannfjöldinn til Lundúna.
Reykjavík er illa skipulögð borg. Hún er í raun eitt stórt úthverfi í Amerískum stíl og lífsgæðin eru eftir því. Fólk situr í bílum daginn út og inn og lítið um raunverulegt borgarlíf eins og við þekkjum frá nágrannaþjóðum okkar. En hingað til hefur sterk efnahagsstaða borgarinnar laðað að.
Nú verður hins vegar áhugavert að sjá hvað gerist ef niðursveiflan á Íslandi verður mikil og langvarandi. Ef hún verður verri og lengri en hjá nágrannaþjóðum okkar þá eru allar líkur á að fjöldi fólks flytji til útlanda. Það er ekkert nýtt, en á síðasta tímabili niðursveiflu á Íslandi fluttu margir til t.d. norðurlandana, en komu flest heim aftur þegar betur áraði.
Það er stærðfræðihugtak sem kallast critical mass. Þetta hugtak lýsir því þegar hæg breyting kemur að einhverjum punkti og hraði breytinganna eykst margfalt. Slíkar breytingar í fólksfjölda hafa sýnt sig í t.d. Detroit í Bandaríkjunum.
Það eru að mínu mati áhugaverðir tímar framundan í Höfuðborg landsmanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.