ESB er pólitískt ryk í augu kjósenda

Það er alltaf jafn skemmtilegt að fylgjast með því þegar Íslenskir stjórnmálaflokkar sameinast um að slá ryki í augu kjósenda. Og alltaf tekst þeim að snúa athygli kjósenda frá aðal málinu yfir í eitthvað aukaatriði sem skiptir engu máli. Þetta er eitthvað einstakt í Íslenskri pólitík. Erlendis er stjórnarandstaðan alltaf til staðar til að halda stjórnarflokkunum við efnið og aðal atriðin.
Nýjasta málið er umsóknin um ESB sem svar við efnahagsörðuleikum þjóðarinnar. Þessir erfiðleikar komu upp út af þeirri einföldu ástæðu að viðskiptalífið og stjórnmál á Íslandi eru alltof nátengd. Þessi tengsl hafa valdið því að Íslenskir "ólígarkar" hafa fengið óeðlilega fyrirgreiðslu frá stjórnvöldum og vegna lélegs eftirlits (aftur frá stjórnvöldum) kom þjóðinni í skuldasúpu sem enginn bað um. Tilvera ESB skiptir þar nákvæmlega engu máli.

En núna er aðal stjórnmálið allt í einu ESB og upptaka Evrunnar. Innganga í Evrópusambandið á að vera ein alsherjar "lausn" á öllum vandamálum landsins. Þó hefur enginn getað útskýrt hvernig það kemur í veg fyrir áframhaldandi "ólígarkastjórn" Íslenska efnahagslífsins. Jú "manískt" gengis krónunnar er löngu þekkt vandamál, en þar eru til aðrar og einfaldari lausnir eins og t.d. Michael Hudson http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/ bendir á í viðtali við Hönnu Láru, á bloggi hennar.
Þar á ofan er regla númer eitt í öllum samningaviðræðum þessi:

1. Ekki fara í samningaviðræður þegar þú þarft nauðsynlega á samningunum að halda. Þú munt tapa á samningunum þar sem mótaðili þinn þar ekki á þeim að halda. Betlari getur ekki gert kröfur um eitt eða neitt.

Íslenskir viðskipta og stjórnmálaskólar virðast ekki kenna þessa reglu af einhverjum annarlegum ástæðum. Hér ætla ég að vera eins skýr og hægt er: Evrópusambandið mun ekki gefa Íslendingum allt sem þeir vilja og fá ekkert í staðinn. Samningamenn þeirra mun reyna að fá allt sem hægt er út úr landinu fyrir meðlimi sambandsins. Fiskinn fyrir Portúgala og Spánverja, Landið fyrir Þjóðverja og orkuna fyrir Breta t.d.

Ég tek fram að ég er ekki algjörlega á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið eða Evrunni sem slíkri. En það er ennþá stór spurning yfir því hvert sambandið sé að stefna. Sambandið er núna mjög ó lýðræðislegt og bundið af ýmsum stjórnsýsluvandamálum: Of margir ráða of litlu.

En Evrópusambandið er rangt svar við réttri spurningu, og Íslendingar eru ekki í stöðu til að geta gert ásættanlegann samning við ESB.


Ég mun kjósa lýðræðið á morgun

Þessar komandi kosningar eru líklega mikilvægustu kosningar Íslandssögunnar. Þær snúast í raun um framtíð lýðræðisins á Íslandi. Það hefur mikið verið rætt og ritað um ástæðu efnahagshrunsins á Íslandi. Ástand sem að litlum hluta er komið erlendis frá en að mestu leiti er innlend framleiðsla.
Ástæða þessa er einfaldlega spilling í æðstu valdssviðum landsins. Náin tengsl viðskiptalífs og stjórnmála, skipan óhæfra stjórnmálamanna í sérfræðingastörf og svo má áfram telja.
Ekkert eftirlit er með æðstu stjórnmálamönnum landsins, og á síðustu árum hefur allt vald ríkisins safnast í hendur ríkisstjórnarinnar.

Valið í þessum þingkosningum stendur því á milli tveggja hreyfinga. Gömlu flokkana annarsvegar (Sjálfsstæðisflokkurinn, Framsókn, Samfylkingin, Vinstri Grænir) og flokka þeirra sem vilja breyta kerfinu og hefta þessa spillingu (Lýðræðisflokkurinn og Borgarahreyfingin).
Ég mun standa með lýðræðissinnum eins og ég mun ávalt gera. Ef ég greiddi gömlu flokkunum atkvæði mitt, þá væri það eyðsla á atkvæðinu.

Valið stendur því í raun á milli tveggja flokka. Lýðræðisflokkurinn kemur mér fyrir sjónir sem popúlista flokkur Ástþórs Magnússonar, og ég einfaldlega treysti honum ekki fyrir atkvæði mínu. Borgarahreyfingin er ekki fullkomin, enda sprottin uppúr grasrótinni, en það er líka það sem gerir flokkinn aðlaðandi. Þetta er venjulegt fólk sem vill breyta kerfinu til lýðræðisvega.

Ég mun því glaður setja X við O í þessum kosningum og hvet alla til að gera slíkt hið sama.

http://don.blog.is/blog/don/entry/859959/

Ég hef verið frekar latur við að skrifa á þessum vetfangi undanfarið enda mikilvægari hlutir sem taka tíma minn þessa dagana. Ég efast um að það breytist á næstunni.


"Uppþot er tungumál þeirra sem ekki er hlustað á..." Martin Luther King

Íslendingar virðast skiptast í tvær fylkingar þessa dagana sem lítið hefur með "hægri" eða "vinstri" að gera, heldur hvort menn séu með eða á móti mótmælum gegn ríkisstjórninni.  Sérstaklega er mönnum í nöp við mótmælendur sem sóða út opinberar byggingar, kveikja elda eða hvað þá lenda í slagsmálum við lögregluna.  Stór hluti mótmælenda sjálfra hefur snúist gegn félögum sínum sem þeim finnst að "gangi of langt".

Ég hef upplifað almenn mótmæli erlendis, og get sagt að verstu "ofbeldisseggirnir" á Íslandi eru afskaplega  rólegt fólk miðað við það.

Til að geta litið á mótmælaaðgerðirnar með rökrænum huga þurfum við að gera okkur grein fyrri eftirfarandi:

Ísland er lýðræðisríki.  Það er að segja að; landið er í eigu og undir stjórn almennings í landinu.  Allir eiga að hafa sama rétt og aðgang að stjórn landsins.  Í slíku samhengi eiga stjórnvöld á að hlusta á allar skoðanir almennings og geta tekið ákvarðanir út frá því.

Mótmælaaðgerðir eru eðlilegur hluti lýðræðisumræðunnar, sérstaklega í ríkjum þar sem lítið eftirlit er með valdhöfum (þar sem þrískipting ríkisvaldsins er t.d. engin) þar sem það getur verið eina leiðin fyrir almenning til að láta heyra í sér.

Fjöldi mótmælenda er alltaf lítið hlutfall þeirra sem mótmælendur tala fyrir.  Það er því ekki hægt að dæma"vinsældir" skoðana á fjölda mótmælenda.

Það er grundvallarlausn í samfélagslegri upplausn lýðræðisríkja að ríkisvaldið tali við og hlusti á mótmælendur, og taki síðan rökvísar ákvarðanir um málefnið eftir þær viðræður í samráði við mótmælendur.  Ef ríkisvaldið virðist ekki hlusta á mótmælendur, þá leiðir það til háværari mótmæli.  Þeim lengra sem líður, og þeim minna sem hlustað er á mótmælendur, þeim ofbeldisfyllra verða mótmælin. 
Því miður eru Íslenskir stjórnmálamenn ekki vanir því að Íslendingar standi upp fyrir réttindum sínum.  Þeir eru vanari því að Íslendingar geri það sem þeim er sagt og gleymi fljótt öllum mistökum og valdamisnotkun í stjórn landsins.  Allir hafa þó sín mörk, og þorri þjóðarinnar er búin að finna sín.

bell_curve.gifHér ætla ég að vera mjög skýr:  Ef ríkisstjórn Íslands fer ekki að hlusta á og ræða við mótmælendur í opinni umræðu, og breyta stefnu sinni samkvæmt því, þá getur þetta leitt til mjög alvarlegra ofbeldisverka.  Hér er nefnilega staðreynd úr herfræðinni; í hvaða ákveðna mannfjölda fer viljinn til ofbeldisverka frá persónugerðum sem þurfa litla afsökun til ofbeldis upp í þá sem munu aldrei fremja ofbeldisverk.  Flestir eru einhverstaðar í miðju kúrfunar, en þeim fækkar í báða endana.
Þeim reiðari sem allur fjöldinn verður, og þeim meira sem þeim finnst ekki hlustað á sig, þeim meiri verða líkurnar á ofbeldi.  Þetta er upphaf nánast allra hryðjuverkahópa í heiminum.  Þegar reiði almennings nær ákveðnu marki, fer lítill hópur manna að vopnbúnast.

Það er því ekki mótmælendur að kenna, eða málefnum þeirra, heldur ríkisvaldinu.  Það eitt ber ábyrgð á hvernig útkoman verður á komandi mánuðum.   Fólk ætti að byrja að hafa sérstaklegar áhyggjur ef það fer að fækka verulega í fjölda mótmælenda og beinum aðgerðum fer fjölgandi.  Það mun benda til þess að almenningi finnist friðsöm mótmæli ekki skila neinu, og ofbeldi verður séð sem eina tólið sem mark er á takandi.

Ég tek það fram að sjálfur hef ég ekki stundað ofbeldisfull mótmæli, og hef staðið báðum megin mótmælaaðgerða.


Þjóð án öryggis

Með tilvísun í greinina hér að neðan þá er ég að velta því fyrir mér hvort ég hafi rangt fyrir mér varðandi það hve alvarlegt ástandið á eftir að verða?  Hvort að ríkisstjórnin og almenningur hafi rétt fyrir sér með að þetta reddist?

Öryggistilfinning Íslendingar er mjög sterk, sterkari en annarstaðar sem ég þekki til.  Þessi öryggistilfinning, sem veldur t.d. andúð Íslendinga á landsvörnum og hernaði hverskonar, og trúnni á að allt "reddist", má líklega reka til smæðar samfélagsins.  Við höfum vini og fjölskyldu nánægt okkur, og ef það bregst er samfélagið og ríkið til staðar til að styðja okkur í erfiðleikum.  Okkur finnst það sjálfssagt að þessi öryggisnet séu til staðar í þessari stóru fjölskyldu sem heitir Ísland.

En eru þessi öryggisnet til staðar í dag?

Frá því Roosvelt kom fram með "Nýja Samninginn" (New Deal) sem viðbrögð við kreppunni árið 1933 er aðferðin orðin að stöðluðum viðbrögðum við kreppu:   Ríkisstjórnin eyðir meiri fjármunum í starfsþung verkefni til að vinna gegn atvinnuleysi og koma neyslunni í gang aftur.  Kenningin segir semsagt að við efnahagslega þenslu eigi ríkið að spara, og í efnahagslegri kreppu eigi það að eyða.  Ef ríkið hefur ekki nóga fjármuni til handana þegar kreppan hefst, þá tekur ríkið lán sem borgað er upp á komandi þenslutíma.

Öll þau ríki sem standa frami fyrir núverandi heimskreppu hafa lýst yfir eða eru byrjuð á auknum útgjöldum ríkisins í starfsþung verkefni.  Obama, verðandi Forseti Bandaríkjanna, hefur þegar lýst yfir eyðslupakka sem byrjað verður að nota þegar hann tekur við embættinu.

Íslenska ríkið, og sveitafélögin, nýttu illa tækifærin til að draga saman í þenslunni síðasta áratuginn.  Helsta stefna ríkisins var að borga upp erlend lán og halda jöfnuði í ríkisrekstri.  Þessi lánaborgun leiddi í raun til þess að gjaldeyrisforði Seðlabankans var nánast enginn þegar kreppan skall á, en það er annað mál.  Sveitafélögin fóru út í gríðarlega þenslu, bæði sem afleiðing af stefnu ríkisstjórnarinnar, að setja meiri byrgði á sveitafélögin, og einnig vegna hreinnar eyðslugleði bæjarstjórna.  Bæjarfélög Höfuðborgarinnar voru líklega þeir sekustu í þessu sambandi.  Smáralandið í Kópavogi, Tónlistarhöllin í miðborginni, þó ekki sé talað um kaup borgarinnar í tveim skúrum við Laugarveg vegna tískustríðs í byggingarlist eru fá dæmi um þetta.

Íslensku bankarnir, fyrir hönd "útrásarvíkingana", skuldsettu Íslensku þjóðina í botn, og þegar skuldirnar féllu á landsmenn var þjóðin í raun gjaldþrota.

Hagfræðingar benda á það að undirstaðan sé góð, fiskurinn, mannvitið og orkan gefi Íslendingum góða stöðu til að byggja á í viðreisn efnahagslífsins.  En er þetta svo einfalt?

Kvótakerfið sem er við lýði þýðir í raun að allur óveiddur fiskur í efnahagslögsögu landsins er í eigu þeirra sem eiga kvótann.  Þetta er staðreynd þar sem ekkert í stjórnarskránni segir að auðlindir landsins séu í eigu þjóðarinnar þrátt fyrir ákall margra.  Fyrirtækin á Íslandi sem eiga kvótann eru í raun komin í þrot.  Þeir sem eiga skuldirnar eiga því í raun kvótann.  Þessir aðilar eru erlendir.  Mér skilst að Deutche Bank sé helsti skuldunauturinn.
Nútíma veiðiaðferðir og vinnsla um borð í fiskiskipum þýðri síðan að allar vinnslutekjur af sjávarútveginum geta farið beint til útlanda án viðkomu á Íslandi.  Eitthvað sem erlendur eigandi af íslensku fiskimiðunum myndi ekki hika við að gera.  Enda er þetta aðferð sem Íslenskir kvótaeigendur hafa notað síðustu árin.

Mannvitið, eða mannauður landsins er mikill.  Íslendingar eru mjög mikið menntaðir miðað við aðrar þjóðir og hafa sýnt fram á það að mannauðurinn getur skilað miklum hagnaði fyrir þjóðfélagið.  Össur og CCP eru tvö dæmi um slíkt.  Þetta er hins vegar fallvænt í alþjóðavæddum heimi.  Ef lífsskilyrði og atvinnumöguleikar skerðast of mikið, í of langan tíma, mun landið missa mikilvægasta mannauðinn til útlanda.  Það sem kallað er erlendis "brain drain".  Langtímaspár geta því einungis byggt á mannauði ef lífsskilyrðin og atvinnumöguleikarnir eru bættir á annan hátt.

Orkan er því í raun eina auðlindin sem er til staðar, en þetta er einnig fallvænt.  Áliðnaðurinn er í krögum eins og er, skuldir orkufyrirtækja hafa aukist til muna vegna falls krónunnar og iðnaðurinn í raun mjög valtur.  Tíminn mun leiða í ljós hvernig honum vegnar.

Hvað er þá hægt að gera?

Ríkið hefur enga möguleika til að eyða meira í kreppunni, það eru í raun engir fjármunir til staðar í slíkar aðgerðir, og skuldirnar sem þegar sitja á gjaldþrota þjóðinni þýða að frekari lántaka er vonlaus, nema rétt til að halda grunn ríkisumsvifum gangandi.  Málið er því ekki það að ríkið, og ríkisstjórnin vilji ekki gera neitt, heldur að þeir einfaldlega geta ekki gert neitt.  Ríkið er um þessar mundir að draga saman seglin "hagræða" eins og það er kallað.  Heilbrigðiskerfið er einn dýrasti, og þar af leiðandi fyrsti hluti ríkisins til að finna fyrir "hagræðingunni" og verið er að sameina spítala og hjúkrunarstofnanir.  Þetta mun að sjálfssögðu þýða fækkun starfsfólks og fjölgun á atvinnuleysisskrám.

Öryggisnetið er því ekki fyrir hendi, og Íslendingar hafa í raun ekki ennþá byrjað að upplifað þann vanda sem skollinn er á.  Hvaða áhrif það mun hafa á heimssýn Íslendinga, samfélag og stjórnmál landsins er óséð.

Ég vill ekki vera of svartsýnn, en ég vona að þessi komandi neyð muni leiða til betra stjórnarkerfis, og betra samfélags.  Kannski það sé kominn tími til að reisa höfuðið uppúr sjónum og anda aðeins áður en haldið er til sunds aftur.


Völuspá (söguspá) fyrir Ísland

Næstu mánuðir og ár verða örlagaríkir fyrir Íslensku þjóðina og næstu vikur munu skipta sköpum um það hver þau örlög verða.

Það eru til margir spámenn og falsspámenn í heiminum, allir með sínar spáaðverðir.  Sumir rýna í bolla, aðrir í kristalskúlu.  Ég hef sjálfur fengið norn til að spá fyrir mig í spil og sígaunakerlingu til að lesa í lófa.  Hvorug hefur haft rétt fyrir sér...  Allavegana enn sem komið er.  Nornin sá ekkert nema peninga og sígauninn sá að ég myndi hafa þægilegt líf.

Þegar það kemur að ríkisstjórnmálum þá eru bækur besta tólið til að spá í framtíðina, nánar tiltekið sögubækur.  Ég ætla hér að neðan að reyna að rýna í þær og spá fyrir um hvað gæti gerst á Íslandi.  En fyrst eru það núverandi aðstæður:

  • Lítill hópur viðskiptamanna með stuðningi valdhafa landsins skuldsettu þjóðina í þrot til eigin ávinnings.
  • Landið er í raun gjaldþrota og mikils skorts og gríðarlegs atvinnuleysis mun gæta á næstunni.  Landið getur líklega brauðfætt sjálft um 40-60.000 manns.
  • Spilling er svo inngróin í stjórnmál landsins að stjórnmálamenn og landsmenn taka því sem sjálfssögðum hlut. 
  • Allt opinbert eftirlit og stjórnun brást vegna vanhæfni og spillingar.
  • Allt vald ríkisins hefur safnast á hendur einstaklinga í ríkisstjórninni  á meðan þingið hefur nánast misst allt vald sitt og í hæstarétti sitja peð stjórnvalda.
  • Enginn hefur tekið ábyrgð á ástandinu og valdhafar reyna að rugla málið fyrir almenningi meðal annars með umræðu um ESB.
  • Mótmæli gegn valdhöfum stækka og meiri heiftar gætir meðal mótmælenda.

 Þetta er ekkert nýtt í sögunni, svipaðir hlutir hafa gerst áður annarsstaðar.

Enska borgarastríðið 1640-1660

Enska þingið var mjög valdalítið en Karl 1sti konungur vildi meiri völd.  Allt frá valdatöku árið 1625 safnaði hann meiri og meiri völdum á sínar hendur.  Hann bæði setti þingið af eða tók ekki mark á því allt fram að 1640 þegar þingið lýsti yfir eigin sjálfsstæði.  Afleiðingin var 3 borgarastríð sem luku ekki í raun fyrr en 1661 með sigri þingsins og endurreisn krúnunnar.

Langtímaafleiðingar: Stjórnarfarslega varð þetta Bretlandi til góða til lengri tíma séð en lýðræðislegt vald og réttindi almennings jókst og útkoman var það þingbundna konungsríki sem enn er til staðar.

Franska byltingin 1789–1799

Lúðvík 15di konungur kom Frönsku þjóðinni í þrot með þátttöku í stríðum víðsvegar um heim, m.a. með í Bandaríska Frelsisstríðinu.   Lúðvík 16di tók því við gjaldþrota ríkið árið 1774.  Öll byrgði þessa gjaldþrots var sett á skattlagningu almennra borgara á meðan aðallinn og kirkjan þurftu ekki að greiða skatt.  Franska þingið mismunaði einnig á milli þessara stétta, en hver stétt hafði eitt atkvæði án þess að taka tillit til fjölda einstaklinga í hverri stétt. 
Ofan á þetta bættist síðan litla ísöld sem varð til með samvirkni El Ninjo veðurbrigðisins og eldgoss í Lakagígum á Íslandi.  Almenningur þurfti því að borga skatt fyrir lán sem hann hafði ekki tekið og svalt vegna umhverfisáhrifa á meðan valdastéttin lifði hátt og tók enga ábyrgð á skuldsetningunni eða ástandinu.  Á endann braust heiftin vegna þessa óréttlætis út í einni blóðugustu byltingu sögunar.

Langtímaafleiðingar: Á næstu áratugum á eftir fór Frakkland frá stjórnleysi í lýðræði til einræðis Napóleons.  Stríðið sem hófst innan ríkisins breiddist út og á endanum stóð öll Evrópa í logum.  Byltingin var að lokum þess valdandi að Frakkland gerðist eitt lýðræðislegasta ríki heimsins og er enn.

Weimar Lýðveldið 1919 - 1933

Weimar Lýðveldið varð til eftir byltingu gegn Þýska Keisaranum og alræðisstjórn hans sem leitt hafði þjóðina í heimstyrjöld sem hún tapaði.  Lýðveldið stóð á brauðfótum frá byrjun, bæði vegna hinnar gríðarlegu stríðsskuldar og upprisu öfgafullra stjórnmálaafla til hægri og vinstri eftir byltinguna gegn Keisaranum.  Wall Street hrunið árið 1929 gekk frá lýðveldinu vegna Amerískra skulda ríkisins.  Almenningur krafðist stöðugleika og snéri sér að sterkari stjórnmálum.  Árið 1933 tók Nasistaflokkurinn alræðisvald yfir ríkinu.

Langtímaafleiðingar: Frá 1933 snérist efnahagur Þýskalands við og vald Nasistaflokksins jókst að sama skapi.  Hernaðaruppbygging til að snúa við tapi Fyrra Stríðsins hófst nánast strax og Heimstyrjöldin Síðari hófst árið 1939.  Þýskaland tók að lokum við sér og snérist til lýðræðis með efnahags- og stjórnmálaaðstoð Bandaríkjanna eftir Stríðið.

Rússneska Byltingin 1917

Nikolas 2ar Keisari var bæði alræðissinnaður og hafði ofsatrú á sjálfum sér.  Eftir blóðuga uppreisn árið 1905 lofaði hann meira lýðræði og völdum til Rússneska þingsins, en gerði hið gagnstæða árið 1906 með „Grunnlögum Ríkisins“ og aflagningu þingsins.  Rússland líkt og Frakkland árið 1789 var mjög stéttaskipt þar sem valdastéttin naut allra forréttinda á meðan almenningur naut harðindanna.  Fyrri heimstyrjöldin styrkti alræðistilburði Keisarans ennþá frekar en um leið leiddi til skorts og hungursneiðar almennings.  Þolinmæðin var á enda og Rússneskur almenningur og hermenn nýkomnir frá austurvígstöðvunum snérust gegn valdhöfum.  Byltingin tók mjög stuttan tíma og lauk með yfirtöku Kommúnistaflokksins.

Langtímaafleiðingar:  Kommúnistaflokkurinn jafnaði stöðu almennings og Rússland byggðist upp í að verða annað valdamesta ríki heimsins.  Lélegt lýðræði og spilling leiddi aftur til falls ríkisins árið 1989. Rússland er núna að taka við sér aftur undir enn einni alræðisstefnunni.  Ekki er ólíklegt að sama hringrásin hefjist aftur.

 

Íslenska (...?) 2008 - (?)

Það eru án efa fleiri dæmi um samansafn valds, efnahagsörðuleika og spillingar og afleiðingu þess í sögunni, en ég læt hér við sitja.  Það er þó hægt að draga nokkrar ályktanir frá þessum dæmum.  Það er mikilvægt að hafa það í huga að Íslendingar eru ekkert öðruvísi en annað fólk.

  • Órói í þjóðfélaginu mun aukast til muna á næstunni og ef almenningur sér ekki raunverulegar breytingar eiga sér stað, verndun fjármuna ríkisins og að menn séu látnir sæta ábyrgðar, mun heift almennings aukast.
  • Ef ekkert er gert mun skapast enn frekari upplausn bæði í þjóðfélaginu og innan stjórnmálana. 
  • Ríkisstjórnin (hver sem hún er) mun þá örugglega reyna að herða tök sín á ástandinu og alræðisvaldið mun aukast.   Frekari heift og upplausn kallar þar á frekari valdatöku.
  • Ef frekari alræðistilburðir ríkisstjórnarinnar mistakast  mun stjórn landsins brotnar algjörlega og öngþveiti skapast.
  • Upp úr öngþveitinu mun annaðhvort rísa mun harðari alræðisstjórn með einsýna hugmyndafræði, eða frjálsara og ábyrgðafyllar lýðræði.  Þeim mun meira sem öngþveitið er, þeim meiri líkur eru á hinu fyrra.

Skrefið til alræðis eða lýðræðis liggur núna hjá ríkisstjórninni.  Næstu dagar og vikur skipta sköpum um það.  ESB og málsókn gegn Bretum skipta þar í raun engu, enda mun það á engan hátt hafa raunveruleg áhrif á komandi vanda.  Það sem getur hins vegar haft áhrif á þetta er stórfelldur útflutningur fólks, sérstaklega menntaðra og hæfra einstaklinga.  Slíkur útflutningur mun gera efnahagslega viðreisn landsins mjög erfiða og hún mun frekar mælast í áratugum en árum.  En útflutningur þeirra sem líklegastir eru til að mótmæla og kröfu um breytinga mun valda því að litlar sem engar breytingar verða í stjórnmálum lansins.


Ríkisstjórnin er ekki full af einstaklingum með illsku í hjarta, þvert á móti, þetta er fólk sem raunverulega trúir að það sé best til þess fallið að stjórna landinu í gegnum harðindin.  Helsta vandamálið þeirra er að þessir einstaklingar eru fastir í hefð og hegðun Íslenska embættismannakerfisins.
Lausnirnar til að komast út úr þessu farsællega með lýðræðislega stefnu eru einfaldar og margsagðar:

Spilling:  Ríkisstjórnin þarf að byrja á að hreinsa í kringum sig, segja upp þeim einstaklingum sem hafa of sterk tengsl og ráða hæfustu einstaklinga í hvert starf.  Þetta þyrfti að gerast undir eins.
Það þarf að opna allar bækur stjórnmálaflokka og sýna hver gefur til þeirra.  Banna á fyrirtækjum og félögum að gefa fé til stjórnmálaflokka. 
Kjósa þarf einstaklinga á þing en ekki flokka. 

Auðvalds-misnotkun:  Sjá þarf til þess að yfirmenn fyrirtækja í eigu ríkisins (bankana) séu þar vegna hæfileika en ekki tengsla.  Enginn yfirmaður banka sem kom honum í þrot ætti að fá að starfa aftur innan banka í eigu ríkisins.  Sjálfsstæð erlend rannsókn á hruninu þarf að hefjast strax.
Stöðva þarf undir eins að þeir viðskiptamenn sem nýtt hafa sér lélegt lagaumhverfi landsins til að skuldseta fyrirtæki í botn, hirða fjármuni fyrirtækisins, setja það á hausinn, einungis til að kaupa það aftur skuldlaust.
Bæta þarf eftirlitsstofnanir og lagaumhverfi viðskipalífsins m.a. með því að banna mönnum sem eru stjórnarmenn fyrirtækja að stýra öðru fyrirtæki næstu 3 árin.

Lýðræði:  Gera þarf þingið sjálfsstætt gagnvart Ríkisstjórninni og þar með aðskilja valdssvið landsins.  Þetta er einungis hægt að gera með því að breyta stjórnarskránni og kjósa sér til þings og ríkisstjórnar.  Tillaga og þingsamþykki núverandi stjórnar á nýrri stjórnarskrá, og síðan þjóðarkosning um hana og um leið nýja stjórn ætti endanlega að friðþýða almenning og koma þjóðinni á réttan kjöl með stefnu á lýðræðið.

 Þetta er einungis spá, byggð á sögulestri.  Hvort hún gengur upp verður hægt að dæma í framtíðinni.

 

 


Ár 0

Ég hef verið að spá í vanda kapítalismans undanfarið og þessum reglulegu efnahagshrunum sem plagar hann.  eitt megin vandamál kapítalismans er að skuldasöfnunin sem hann fæðir.

Hreinn kapítalismi fylgir skógarlögmálinu þar sem færri og færri eignast stærra og stærra hlutfall auðsins.  World Institute for Development Economics Research of the United Nations University í Helskinki hefur sýnt fram á að 2% af mannfjölda heimsins á 50% af öllum auð heimsins.  Hlutfall eigendana fer minnkandi og hlutfall auðsins fer stækkandi.

Ofan á þetta er sú staðreynd að auðmenn reyna að borga launamönnum sem minnst.  Sögulega frá iðnbyltingunni hafa verkalýðsfélög verið mótbáran sem haldið hefur launum launamanna uppi.  Alþjóðavæðingin hefur hins vegar bundið enda á vald verkalýðsfélaga.  auðmenn hafa einfaldlega fært framleiðslu sína til "ódýrari" framleiðsluríkja.  Fyrst til Kína, og nú til Indlands.  

Auðmenn þurfa hins vegar að selja framleiðslu sína til launamanna til að halda framleiðslu gangandi, launamanna með minni og minni kaupgetu.

Auðmenn verða einnig að ávaxta uppsafnaðan auð sinn.  Þeir gera það með því að lána auðinn til minni fyrirtækja og launamanna (sem ég set í sama hatt).  Þeim meiri auður sem safnast á færri hendur, þeim meira þarf að koma í vexti, og þeim auðveldara er að fá lánað.

Þeim meira hlutfall auðs á færri hendur, þeim færri verða framkvæmdir sem ekki byggjast á skuldum.  Þeim erfiðara er fyrir smáfyrirtæki að komast upp úr skuldum.

US_Household_Debt_to_GDP_ratioLaunamenn sökkva því dýpra og dýpra í skuldir eins og meðfylgjandi línurit sýnir.

Kreppur koma síðan upp þegar launamenn hafa ekki efni á að kaupa framleiðslu auðmanna.  Þegar kreppuástand kemur upp, verða auðmenn varkárari með fé sitt, og lána minna, og eyða minna.  Sem síðan eykur á kreppuástandið.

Það sem hefur lagað kreppuástand á síðustu áratugum er inngrip ríkisins í efnahag landa.  Samansafn auðs hefur hins vegar gert það að verkum að auðmenn eru orðnir ríkari en þjóðríkin, og þau hafa ekki lengur bolmagn til aðgerða líkt og áður.

Fljótt á litið virðist sem kreppur verði fleiri og dýpri þeim lengra sem dregst í þessu kerfi.  Þetta einfaldlega getur ekki gengið til lengdar.

Nú myndu kommúnistar fagna og segja að þeirra kerfi sé best.   En það kerfi hrundi vegna skorts á samkeppni.  Það var eingin ástæða til að menntast eða vinna hart þegar einstaklingar græða ekkert á því.

Hvað er þá hægt að gera?

Hvað ef allar skuldir, allstaðar yrðu afskrifaðar á einum degi.  Byrja upp á nýtt?  Ár 0.

Auðurinn yrði enn til staðar, en allar skuldir hyrfu?

Fjölskyldur ættu þá húsin sín skuldlaust og allt fé sem þær vinna sér inn færi í neyslu.  Sem eykur framleiðni.

Bankar ættu engar skuldir, en þeir ættu fullt af fé í bönkunum sem þeir gætu lánað út.  t.d. til smáfyrirtækja og byrjunar-hugmyndavinnu.

Auðmenn ættu ennþá það sem þeir eiga.

Ekkert ríki skuldaði öðru neitt, og þau fátækustu stæðu því betur.

Vextir yrðu nánast engir, þar sem það væri svo mikið af auð tiltækum og fáir sem þyrftu á lánum að halda.

Ég er ekki efnahagsfræðingur, en ef einhver þekkir til væri gott að fá skoðun á þessari hugmynd.  Möguleikinn á að fá öll ríki í heiminum til að samþykkja þetta, sérstaklega þau ríkustu, er engin.  En þetta er hrein akademísk hugmynd.


Rekið Davíð svo hann komist á þing.

Það er langt síðan ég hef heyrt jafn gáfuleg ummæli frá Davíð Oddsyni eins og þau að hann muni fara aftur í pólitík ef hann verði látinn fara úr Seðlabankanum.  Það er réttmæt og góð hugsun að ætla að láta almenning ákveða framtíð sína og traust.

Það er hins vegar miður að hann skuli ekki vilja taka ábyrgð sjálfur á gerðum sínum og hætta sem Seðlabankastjóri sjálfur.  Hann er í raun að segja einhverjum að reka sig. 
Þingmennskan er ekki Seðlabankastaða, en það er ekki kosið um það embætti.  Ef það væri kosið  þá er spurning hvort hann hlyti kosningu?

Þetta eru þó mjög góð skilaboð til Ríkisstjórnarinnar.  Þau mega reka Davíð, hann er búinn að plana hvað hann gerir ef hann missir vinnuna.

 "Kæra ríkisstjórn,
Endilega takið nú einu sinni mark á honum Davíð og látið hann víkja.  Hann verður mun hættuminni fyrir land og þjóð sem þingmaður en sem Seðlabankastjóri."

 Það er síðan annað.  Ef Ríkisstjórnin rekur Davíð, þá allt í einu stendur þjóðin og mótmælendur frami fyrir því að ef kosið er strax, þá kemst Davíð Oddson hugsanlega á þing, eða jafnvel í ríkisstjórn.  Ef almenningur vill ekki sjá Davíð á þingi, þá geta þeir ekki krafist kosninga sem fyrst.  Þetta er svona "double jeopardy" kostur.  Ríkisstjórnin gæti unnið tvisvar;  losna við Davíð og draga kosningar á langinn.

 Annars fæ ég alltaf kjánahroll þegar Davíð Oddson fer að tala í fjölmiðlum, en ég ber enga samhyggju með honum.  Þegar ég hitti gallharða Davíðista sem sjá hann í guðaljóma þá lýður mér aftur á móti eins og ég sé staddur með þroskaheftu barni sem hefur gert eitthvað af sér.  Ég kenni ofboðslega í brjóstið um þá og kjánaskapinn í þeim, hef ofboðslega þörf til að brosa góðlátlega til þeirra og klappa þeim á kollinn.  Þetta á ekki bara við um Davíð, ég fæ þessa tilfinningu gagnvart öllu fólki með blinda foringjahollustu.  Ég veit ekki hvort ég sé einn um þetta.


Fyrir þá sem vilja flýja land

Ástandið á einungis eftir að versna á Íslandi næstu mánuði og árin, ef fólk hefur nokkra möguleika á því þá ættu þeir sem geta að koma sér úr landi áður en það verður of seint.

Flestir Íslendingar telja að Geir H Haarde sé sá maður sem mest sé á treystandi.  Íslendingum verður auðsjáanlega ekki viðbjargandi, og nú er því komið að koma sér í burt.

Ástralía, eins og ég hef nefnt hér áður er góður valkostur.  Landið hefur nýverið opnað innflytjendastefnu sína og þarf á iðnmenntuðu og langskólamenntuðu fólki að halda.  Þó að efnahagsástandið sé slæmt á flestum stöðum þá er staða ríkisins það góð að Ástralska ríkisstjórnin telur að landið komist nokkuð auðveldlega í gengum kreppuna.  Ástralía er stór landmassi með fáa Íbúa.  Þar eru því góðir möguleikar á að stofna Íslendingabyggðir.

Upplýsingar fyrir innflytjendur til Ástralíu finnst hér http://www.immi.gov.au/ 

 

 Kanada er annað ríki sem hefur haft frekar opna innflytjendastefnu og hefur sögulega tekið á móti Íslendingum.  Stórar byggðir Vestur Íslendingar eru þar virkar og ekkert því til fyrirstöðu að styrkja þær með annarri öldu innflutnings.

Upplýsingar fyrir innflytjendur til Kanada finnst hér http://www.cic.gc.ca/english/index.asp

 

Tvennt er það sem gerir búsetuflutninga erfiða, en það er kostnaður og fjarlægð frá vinum og fjölskyldu.  Fyrri landflótti frá landinu leysti þau vandamál með flutningi heilu sveitanna.   Þar sýndi það sig að það getur gert hlutina auðveldari að gera þetta í stærri hópum.  Ef stór hópur tekur sig saman er jafnvel hægt að semja við viðkomanda ríki að hópurinn flytji á sama landssvæðið (hér er Ástralía líklega auðveldari) og stór hópur getur leigt saman flugvél og skip til flutningsins og þar með skorið verulega á kostnað hvers einstaklings.

Um 1/3 Íslendinga hefur sagst ætla að flytja úr landi ef það er m0gulegt.  Það er um 100.000 manns.  Sterkur hópur ef satt er.  100.000 manns getur stofnað eigið bæjarfélag í Ástralíu.  En tíminn er skammur, brátt verður það fjárhagslega ekki hægt.  Það þarf því að byrja að skipuleggja þetta núna.

Gangi ykkur vel.

 


"A riot is the language of the unheard." Martin Luter King Jr.

Egg:

s_egg1Bird eggs are laid by females and incubated for a time that varies according to the species; a single young hatches from each egg. Average clutch sizes range from one (as in condors) to about 17 (the Grey Partridge). Some birds lay eggs even when not fertilized; it is not uncommon for pet owners to find their lone bird nesting on a clutch of infertile eggs, which are also called wind-eggs.

 

 

 

 

Handsprengja:

GrenadeA hand grenade is a small hand-held anti-personnel weapon designed to be thrown and then explode after a short time. The word "grenade" is derived from the French grenade, meaning pomegranate, so named because its shrapnel pellets reminded soldiers of the seeds of this fruit.

 

 

 

 

 

 

Meðfylgjandi eru tveir hlutir sem eru svipaðir í laginu, en bera einnig sögulega svipaða notkunarsögu.  Báðir hlutirnir hafa verið notaðir sem kast-vopn í mótmælum almennra borgara gegn valdníðslu ríkisstjórna.  Þó ekki sé það ánægju efni að verða fyrir aðkasti þessara hluta, þá myndu valdníðslumenn frekar velja annan í langflestum tilvikum.


Hrægammarnir koma

Á síðustu dögum sést það betur og betur að spillingartímabilið hið sjötta er hafið.  Spillingartímabilið númer 5 eyðilagði Íslenska efnahagskerfið og sverti svo nafnorð Íslensku þjóðarinnar erlendis að komið er fram við Íslendinga eins og holdsveikt fólk.  Nú sveifa nýir Hrægammar yfir þjóðinni og sumir eru þegar sestir að snæðingi.

SpillingIngibjörg Sólrún Gísladóttir skar niður utanríkisþjónustuna á dögunum um ca 2,2 milljarða.  Sem er gott og blessað enda var mikið að þeim fjármunum tilkomnir vegna fáránlegs draums um setu í Öryggisráði Sameiniðuþjóðanna.  En að auki gerði Ingibjörg vinkonu sína  Kristínu Árnadóttur að sendiherra. 

Á sama tíma heldur Geir H Haarde Hlífskyldi yfir Davíð Oddssyni vini sínum í Seðlabankanum.  Sumir af nýju hrægömmunum eru gamlir hrægammar.  Hann hefur einnig ráðið sér spunameistara að nafni Kristján Kristjánsson.

Árni M. Mathiesen viðskiparáðherra segir þjóðinni að herða sultarólina (í orðsins fyllstu merkingu) og er um leið að byggja sér s180 fermetra sumarhús.

Það er vaninn á Íslandi að heyra einungis um 1% af þeirri spillingu sem í raun er í gangi.  Fjölmiðlarnir eru nefnilega líka fullir af "einkavinafélagi" valdastéttarinnar.  Þeir fara seint að segja sannleikann.

Þetta nýja spillingarskeið verður líklega eitt það versta enda sýnir sagan að hvert tímabilið er verra en það næsta :

1181-1262 Sturlungaöldin - Valdabarátta ættarhöfðingja
1602 - 1787 Einokunarskeiðið - Einokun verslunar á Íslandi
1787 - 1946 Embættismannaskeiðið - Valdamisnotkun Íslenskra embættismanna Konungs
1970 - 1994 Kolkrabba- og Smokkfiskaskeiðið - sambland stjórnmála og verslunar
1994 - 2008 Innherjaskeiðið - frelsi verslunar misnotað í þágu fárra fjárglæframanna
2008 - ?  Spillingarskeið 6.

Það er óþarfi að smyrja, enda er Íslenska þjóðin orðin það vön að hún ber sjálf vaselín túbu í vasanum.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband