Hvernig ætlar þú að borga skuldirnar?

Mér skilst að Íslenska þjóðin skuldi 12 sinnum árs þjóðarframleiðslu landsins.  Það tæki sem sagt 12 ár að borga skuldirnar ef allt sem kæmi inn færi í uppborgunina.

Ef við segjum hins vegar að þetta greiðist með sköttum, sem eru um 40%.  Þá tæki það 30 ár að borga upp skuldirnar.  Það er að segja ef við leggjum niður alla þjónustu ríkisins.  Engin sjúkrahús, engin lögga, engir þingmenn.

Við erum semsagt að tala um að það muni taka kynslóðir að borga þetta upp.

Íslendingar skulda víst 100 milljónir á manninn!  Veit ekki hvort þetta er rétt tala, en rosaleg ef rétt er.

Ef ég byggi heima þá væri ég byrjaður að pakka niður, ég hef engan áhuga á að börnin mín og barnabörn þurfi að borga skuldir sem Íslenska mafían kom þjóðinni í.  Ég bý í útlöndum, en læt lítið fara fyrir mér þessa dagana, enda margir hér fúlir útí Íslendinga. Skiljanlega.

Ræddi við kunningja minn áðan og við komumst að því að kannski eina lausnin sé að við fáum Evrópusambandi til að einfaldlega taka yfir landið og skuldir þess.  Skuldirnar myndu þá dreifast á hundruð milljónir í stað 300 þúsundir.  Ísland yrði þá fyrsta alvöru Evrópulandið, stjórnað beint frá Brussel.

Sjálfsstæðisbaráttan mistókst.  Sjálfsstæðisflokknum tókst að fokka því upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísland skuldar ekki nálægt því svona mikið.

Skuldir íslenskra stórfyrirtækja nema þessum upphæðum en íslenska ríkið er ekki ábyrgt fyrir þeim frekar en yfirdrættinum þínum.

Íslenskar ríkið ber ábyrgð á innistæðutryggingum sparifjáreigenda í Icesave í Bretlandi og Hollandi. Þar erum við að tala um upphæð sem teygja sig upp í árs landsframleiðslu sem ríkið tryggir. Innistæðueigendur eiga forgangskröfur í þrotabú bankanna þannig að líklega reynir ekki mikið á slíkar tryggingar. Kannski erum við að tala um eitthvað í kring um 100 milljarða en mögulega ekki krónu.

Þetta tal Darlings og Browns um að Íslandi beri að bæta stofnunum og sveitafélögum fyrir heildarupphæð innistæðna er marklaust bull sem aldrei getur staðist fyrir rétti. Innistæðutryggingin er rúmlega 20.000 evrur á kennitölu. Ísland hefur aldrei undirgengist skuldbindingar fyrir meiru.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband