Ábyrgð! Ha ha ha ha!

Það er mikið talað um það fólks á milli að hinn eða þessi eigi að taka ábyrgð á ástandinu sem skapast hefur í efnahagslífi þjóðarinnar.

 Þetta er í raun mjög fyndið viðhorf og ég er viss um að ráðherrar, viðskiptamenn, bankastjórar og seðlabankastjórar sitja í leðursófanum heima hjá sér með vindil og viskí og hlæja að þessu eins og ég.

Hver á að láta þessa ráðamenn þjóðarinnar sæta ábyrgð?  Það er ekki og hefur aldrei verið aðhald að valdastétt landsins.  Stjórnarskráin, sem var skrifuð af Konungi, setur allt vald ríkisins í hendurnar á sama fólkinu.  Það er með meirihluta á Alþingi og situr í Ríkisstjórn.  Það setur alla embættismenn ríkisins, þar með talið dómara.  Heldur almenningur í raun og veru að þetta fólk fari að hegna sjálfum sér?

Nei, þau munu sitja og bíða þangað til Íslendingar eru búnir að gleyma þessu eins og vanalega.  Næsti Bumbubani eða Tívolí radío verður búin að fylla höfuð landans fljótlega og allt verður fyrirgefið fyrir næstu kosningar.

 Þetta hefur alltaf verið svona og verður alltaf svona á meðan við búum með sömu stjórnarskrána þar sem kjósendur kjósa einræðisherra á fjögurra ára fresti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband