Landflótti

Ég er hræddur um að það verði mikill landflótti í vetur og vor.  Með um 50% skuldaaukningu heimilanna, 18% stýrivöxtum, 20% verðbólgu og miklu atvinnuleysi er ástandið vonlítið.  Mig grunar að ungt og vel menntað fólk muni alvarlega fara að huga að flutningi.  Þetta er fólkið sem landið þarf sérstaklega á að halda í framtíðar efnahagsuppbyggingu.  Án þeirra verður þetta mjög erfitt.  Ef of margir að þessum hópi flytja verður einnig erfitt að fá þau til baka.  Spyrjið bara bæjarfélögin á landsbyggðinni.

 Það eina sem getur haldið í þetta fólk og fengið þau til að snúa aftur er einhver meiriháttar breyting á stjórnskipan landsins.  T.d. að stjórnmálamenn færu að axla ábyrgðir og segja af sér þegar þeir eru ekki vaxnir starfi sínu.

 Að mínu mati er eini möguleikinn sá að breyta stjórnarskrá landsins, að kjósa sér til Alþingis og Ríkisstjórnar.  Þar geta þeir haft eftirlit með hverjum öðrum og lögsótt þá sem brjóta siðgæðisreglur.  Eins og er er allt vald á Íslandi í höndunum á ríkisstjórninni.  Þess vegna er óheft spillingin við líði.

 Ef þetta væri aðskilið í dag þá sæti Davíð Oddson ekki sem vanhæfur Seðlabankastjóri og ríkisstjórnin væri búin að segja af sér eða lýst óhæf af Alþingi og boðað væri til kosninga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Upprétti Apinn

Vandamálið er mun alvarlegra á Íslandi, það er einfaldlega ekki farið að finna fyrir því ennþá.  Erlendis lækka t.d. stýrivextir og fólki er þar með gert auðveldara að borga af lánunum sínum eins og t.d. fasteignaskuldum.  18% stýrivextir og 20-50% verðbólga á næsta ári mun gera mjög marga gjaldþrota.  Ástandið á Íslandi mun verða dýpra og vara lengur en ástandið erlendis og ég held að margir, sérstaklega þeir ungu og menntuðu muni frekar freista gæfunar erlendis en innlendis.

Upprétti Apinn, 30.10.2008 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband