Gordon Brown er vinur minn

Ég er í email samræðum við vin minn sem vill skella efnahagsskuldinni á Gordon Brown og Bresku þjóðina.  Hann spyr í síðasta email

 

"Ertu orðinn aðeins upplýstari í dag

eða ertu enn á sömu skoðun

að þetta hafi verið rétt og eðlileg viðbrögð breta ?

 Ef þú ert búinn að átta þig

þá er slóðin hérna til að mótmæla þessum yfirgangi og ólöglegu aðgerðum.

 http://indefence.is/?pageid=289"

 

Ég svaraði þessu:

 

"Já, alltaf upplýstari.

Þessi viðbrögð voru rétt í stöðunni.  Bretar gerðu þetta til að passa stöðuna hjá sér.  Íslenska ríkisstjórnin sagði þeim fyrir nokkrum mánuðum að allt væri í himnalagi með bankana, og síðan fara bankarnir á hausinn og Íslenska ríkisstjórnin neita að taka ábyrgð og borga upp reikningana.  Þeir lugu hreynt út að Bretum og eru síðan algjörlega ábyrgðarlausir.  Ef ekkert hefði verið gert af Bresku stjórninni og fólk misst innistæður sínar í Bretlandi eru líkur á að almenningur hefði farið að taka peningana sína út úr Breskum Bönkum og senda þá til Írlands t.d.   Þetta hefði síðan getað gert Breska banka gjaldþrota.

 

Það eru allir í Íslensku stétt ráðamanna að reyna að rugla almenning í rýminu.  Fjölmiðlarnir eru annaðhvort í eigu auðmanna eða undir stjórn ríkisstjórnarinnar, þeirra sem eru ábyrgir fyrir ástandinu.  Það er því ekki hægt að taka nokkurt mark á þeim.  Ráðamenn og viðskiptamenn benda annaðhvort á hvern annan, ástandið erlendis eða reyna að gera Breta ábyrga fyrir öllu.  ”þetta hefði allt verið í lagi ef við hefðum getað tekið meira lán”.  Og enginn.  Já nákvæmlega ekki einn einasti einstaklingur hefur sagt af sér.  Það er frekar að það beri meira á flokksfíflunum sem hrópi "Nú er tíminn til að standa fyrir aftan ríkisstjórnina!" 

Klikkun!

 

Hér eru staðreyndir málsins:

 

1.     Ísland hefur farið verr útúr þessu en aðrar þjóðir, það er alþjóðakreppa í gangi, en ástandið á Íslandi er mun verra en það.

2.     „Buisness is buisiness“.  Viðskiptamenn reyna allt til að græða peninga, siðferði kemur ekki inn í myndina.  Þetta er raunveruleiki kapítalismans.  Það er aftur á móti hlutverk hins opinbera að gæta þess að viðskipti séu lögleg, siðleg og hafi ekki neikvæð áhrif á efnahagslífið.  Það er gert í gegnum lög, reglur og eftirlitsstofnanir.

3.     Viðskiptahættir ”útrásarvíkinga” voru siðlausir og hefði átt að stoppa fyrir löngu.  Ríkisstjórnir síðustu ára hafa hins vegar frekar létt á eftirliti.  Átæðan er tengsl viðskiptalífsins og stjórnmála á Íslandi.

4.     Samband stjórnmála og viðskiptalífs er siðlaug og algjör.  Enginn veit hver gefur hvað mikið í stjórnmálaflokka og enginn veit hve mikið forseti, ráðherrar og þingmenn fá í einkaþotuferðalögum, kokteilboðum og öðru frá viðskiptamönnunum sem þeir áttu að hafa eftirlit með.

5.     Ríkisstjórnin seldi bankana tengdum viðskiptamönnum fyrir lítið.  Viðskiptamenn sem fóru síðan með bankana eins og eigin sparibauk.

6.     Það er ekkert aðhald of eftirlit með stjórnálamönnum.  Allt vald ríkisins er í höndum ríkisstjórnarinnar.  Þeir hafa framkvæmdarvaldið, þeir hafa löggjafarvaldið í gegnum það að vera í meirihluta á þingi, og þeir eru með dómsvaldið með því að skipa alla dómara landsins úr eigin röðum.

7.     Fjármálaeftirlitið átti að hafa eftirlit, Seðlabankinn átti að hafa eftirlit en þessar stofnanir voru og eru fullar af fyrrverandi stjórnálamönnum sem kunna ekki starf sitt og eru verndaðir af ríkisstjórninni sem setti þá í embættin.

8.     Kerfið brást.  Í einu orði er þetta ástand komið vegna spillingar.  Of mikils valds fárra manna sem kunna ekki að fara með það.  Of mikilla tengsla opinberra stofnana, viðskiptamanna, þingmanna og ráðherra.

9.     Enginn, hvorki stjórnmálamenn, opinberir starfsmenn né „útrásarvíkingar“ taka ábyrgð.  Þeir hafa aldrei þurft þess á Íslandi, og munu aldrei gera það fyrr en Íslendingar í eitt skipti taka lögin í sínar hendur.

 

Ef þú villt vita betur af hverju Gordon Brown og Bretar eru orðnir ”óvinirnir” á Íslandi skaltu lesa 1984 eftir George Orwell."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband