Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Nútíma Herfræði: Stríðið gegn Hryðjuverkum er rangnefni

Bandaríkjamenn eru óvéfengilega í forystu Vestrænar þjóða, og viljandi eða óviljandi, meira eða minna eru Vesturveldin í stríði sem Bandaríkin kalla “Stríðið gegn Hryðjuverkum”.  Sem er mjög furðuleg stríðsyfirlýsing í augum allra sem lært hafa eitthvað um herfræði.  Hryðjuverk er ekki land, hópur eða hugmyndafræði, hryðjuverk er aðferð notuð í hertækni sem í dag er kölluð “Fjórða Kynslóðar Stríð” (Fourth generation warfare (4GW)).

Skilgreiningin á þessari Hertækni var sett fram af herforingjum í Bandaríska Hernum árið 1989, og byggðist á útkomu stríðanna í Víetnam og Afganistan.   Fjórðu Kynslóðar Stríð (FKS) er samt ekki ný aðferð í stríðstækni þó hún sé á síðustu áratugum orðið ráðandi aðferð í stríðsrekstri, en hún hafði ekki áður verið skilgreind sem sérstök hernaðartækni sem getur unnið stríð.

Fyrsta kynslóðin:  Hertækni þar sem herflokkar berjast og hreyfast til í skipulögðum línum eða röðum.  T.d. Rómversku skjaldborgirnar og skotlínur á tímum Napóleonsstríðanna.

Önnur kynslóðin:  Hertækni þar sem Herflokkar nota skotfæri til að yfirbuga óvininn, og færa sig þannig smátt of smátt fram á vígvöllinn. Fallbyssur og önnur óbein skothríð er mikilvægasta vopnið í orrustum.  Seinni Heimstyrjöldin var byggð á þessari hertækni að mestu.

Þriðja Kynslóðin:  Hertækni þar sem hermenn færa sig leynt inn í víglínu óvinarins til að eyðileggja víglínuna, frekar en að eyða herafla óvinarins með beinum árásum.  Djúpar víglínur skapast til að verjast þessari tækni.  Falklandseyjarstríðið var barist með þessari aðferð.

Fjórða kynslóðin er hertækni þar sem hópar (en stundum ríki) nota ýmsar aðferðir til að skapaFGW tactic glundraða, óvild og raunverulega eða tilgerða lögleysu í hegðun óvinarríkisins.  Eitt megin markmiðið er að fá ríkið til að eyða mannafla og fjármunum í stríðsrekstur án samsvarandi útkomu og um leið til að koma af stað svo hörðum reglum innan óvinarríkisins að það eykur óreglu hjá óvininum.  Þangað til óvinarríkið gefst upp. 

Hernaður Fjórðu Kynslóðarinnar er tilbúinn til að eyða öllum gæðum landsins sem barist er um þar til óvinurinn missir áhugan á landinu.  Þessi hertækni er jafn gömul þrælauppreistnum og borgarastríðum, en sigur Norður-Víetnama á Bandaríkjamönnum á sjöunda áratugnum sýndi í fyrsta skiptið hve áhrifarík þessi aðferð er gegn ráðandi og staðföstum herstyrk og að hægt sé að vinna fyrri kynslóðir hernaðartækna eingöngu með þessari aðferð.

Fjórða Kynslóð Stríðs byggir ekki minna á Áróðri en Hernaðaraðgerðum, en áróður þarf að vera óaðskiljanlegur hluti heildar stefnunar til að Hernaðartæknin gangi upp.

Hernaðaraðgerðir

Skæruhernaður:  Beinar hernaðaraðgerðir sem notaðar eru gegn her, lögreglu, öðrum valdastofnunum eða efnahagsskotmörkum til að skapa glundraða í baráttumöguleikum óvinarins.  Skæruliðar eru þjálfaðir, útbúnir og skipulagðir líkt og reglulegir hermenn.

Andspyrna:  Er barátta valdalítils hóps þjóðfélagsins gegn valdamiklum hóp þjóðfélagsins.  Getur innihaldið sömu skotmörk og Skæruhernaður en eru oft víðtækari og ráðast einnig á pólitískar stofnanir og einstaklinga.  Andspyrnumenn eru yfirleitt óbreyttir borgarar og/eða leyniþjónustumenn óvinaríkja.

Hryðjuverkahernaður:  Er ekki bundin við valdabaráttu innan eins þjóðfélags, en getur verið tengd einum þjóðfélagshóp eða verið algjörlega alþjóðleg.  Hryðjuverk eru stunduð gegn öllum mögulegum skotmörkum innan samfélagsins, óháð afstöðu þeirra til málefnisins sem barist er fyrir eða tengsla við valdastöðu eða valdagetu óvinarins.  Allir sem ekki eru hluti hryðjuverkahópsins og/eða hugmyndafræðinnar eru lögmæt skotmörk.

Áróður:

Að brjóta vilja óvinarins til að berjast:  Vilji til ótakmarkaðs ofbeldis, séð geta til ofbeldisverka og getuleysi til varnar er margfölduð í áróðrinum, til að brjóta niður baráttuvilja stjórnar óvinarins og stuðning almennings við stjórnina.

Að brjóta samfélagssamheldni óvinarins:  Óvinurinn látinn trúa því að stríðið og ofbeldisverk þess sé þeim og samfélagi óvinarins að kenna fremur en stríðsaðilanum.  Óvinurinn er fenginn til að trúa því að samfélagið hafi minna sameiginlegt innan þess, en hlutar þess hafi með stríðsaðilanum.

Friðarvilji stríðsaðilans:  Óvinurinn látinn trúa á raunverulegann eða óraunverulegann friðarvilja stríðsaðilans.

Uppgjöf: Óvinurinn látinn trúa því að uppgjöf og eftirlátsemi við öllum kröfum stríðsaðilans sé eina leiðin út úr stríðsátökum.

Markmið Fjórðu Kynslóðar Stríðs er pólitísk og menningarleg uppgjöf óvinarins frekar en sigur á her óvinarins.  Eins og áður gat um þá gáfust Bandaríkjamenn upp í stríðinu í Víetnam vegna þess að samfélag og stjórnmálin heima höfðu gefist upp.  Herinn hafði í raun unnið fullnaðarsigur á bæði Norðurvíetnamska hernum og VíetKong skæruliðunum í Tet orrustunni.  Ho Ci Min hafði þar veðjað öllum herstyrk sínum á eina alsherjar orrustu, og tapað gjörsamlega.  En of seint fyrir Bandaríska herinn og baráttuvilja Bandaríkjamanna.

Í umræðunni um öryggisskipulag Íslendinga og varnarmál þarf að taka viðmið af öllum kynslóðum herfræði og skipuleggja varnir landsins út frá því, bæði í sóknar og varnarstöðu.


Einhæfur áróður “frjálsra” fjölmiðla.

Antony Jay, fyrrverandi framleiðandi hjá BBC fjallar um einhæfa skoðun fjölmiðlamanna í grein sinni í Telegraph blaðinu Breska á Laugardaginn 14.07.07.

Það eru sterk rök fyrir því að vestrænir fjölmiðlar, og þá sérstaklega þeir Evrópsku, séu fylgjando mjög einhæfri og inngróinni pólitískri hugmyndarfæði.  Þeir eru yfir höfuð andstofnanasinnar, frjálslyndir, vinstrisinnaðir og pólitískt rétthugsandi.  Það er með undantekningum að það heyrist aðrar skoðanir í þeim.   Fremstir í þessari stefnu á Bretlandseyjum eru Guardian dagblaðið og stórveldi BBC.

Þetta væri ekkert athugunarvert við þetta ef þetta væru skoðanir mikils meirihluta almennings, enda hafa fjölmiðlar ávalt unnið undir samfélagsvitund hvers tíma.  En nútíma fjölmiðlar eru undantekning, og hafa fjölmiðlamenn oftar en einusinni orðið agndofa yfir þeirri staðreynd að almenningur er ekki á sömu skoðun og þeir eru.  Antony vill ekki kalla þessa hugmyndafræði "frjálslyndi" í eiginlegri meiningu þess hugtaks, heldur "fjölmiðlafrjálslyndi".

Upphaf þessa hugmyndafræða er barátta eftirstríðskynslóðarinnar á 5da og 6da áratugnum, barátta gegn öllu sem taldist kapítalískt og stofnanalegt af háskólanemendum þess tíma.  Þessi hugmynd hefur síðan orðið algjörlega ráðandi í fjölmiðla- og listakúrsum vestrænna háskóla.    Fjölmiðlafrjálslyndi er “mantra” þeirra sem útskrifast úr fjölmiðlakúrsum og þar af leiðandi óvéfengjanleg trúfesta nútíma fjölmiðlamanna.  Fjölmiðlarnir nútímans eru framleiddir af og skrifaðir fyrir stétt “Borgaralegu-fjölmiðla-listabrautar-stúdenta”, sem hittast á kaffihúsum eða í matarboðum hjá hverjum öðrum.  Þar sem þeir njóta sín í endalausum kjaftagangi til uppörfunar á eigin trúfestu.  Tilfinningarök og Pólitísk Rétthugsun eiga meira gildi en sú rökhyggja sem Vestræn menning hefur byggst á síðan á upplýsingaöldinni.  “Mér voru sýndir ljótir hlutir af Palestínumönnum í Palestínu, og því eru allir Ísraelsmenn illmenni”.

Íslenskir frétta og fréttaskýringamenn eru engir aukbitar þeirra erlendu. 

Þessi einhæfa staðfesta grefur á endanum undan trúverðugleika fjölmiðla, og almenningur fer að leita annað til að finna það sem hann trúir að sé rökrænni sjónarhorn t.d. á netið (sem seint telst vetfangur staðreynda).  Traust almennings, byggt á staðreyndum og trúverðugleika, er það sem vald fjölmiðla byggir á.  Án þess eru þeir úreltir.


Írak og Sagnfræðin

Irwin Stelzer rithöfundur segir frá því í The Sunday Times fyrir nokkra  þegar hann snæddi hádegisverð með George Bush Bandaríkjaforseta.  Með þeim snæddu Andrew Roberts sagnfræðing, Dick Cheney, Gertrude Himmelfarb sagnræðing, Norman Podhoretz Ný-Íhaldsinna, og guðfræðingnum Michael Novak.  Tilgangur Hádegisverðarins var að ræða um hvað sagan gæti kennt Bandaríkjastjórn varðandi Stríðið í Írak.  Eitthvað sem Bush hefði kannski átt að kanna áður en hann hóf þetta vanhugsaða stríð.  Lexíurnar sem sagnfræðingarnir voru sammála um voru á endanum þessar:

 

  1. Ekki dagsetja lok hersetunnar.  Bretar gerðu það í Indlandi, og einni mínútu eftir miðnætti, og fráhvarf Breta, hófst ofbeldisalda sem lauk með 700.000 mannsdrápum.  Svipaða sögu má segja um Algeirsborg við fráhvarf Frakka.  Lönd eins og Malasía og Kórea sem bjuggu við áralanga hersetu sem fjaraði smátt og smátt út héldust friðsæl þrátt fyrir ofbeldisfullt upphaf hersetunnar.
  2. Vilji vinnur auð.  Rómverjar, Keisarar Rússa og fleiri féllu fyrir fátækari öflum þar sem staðfesta yfirvaldana var ekki nógu öflug, en óvinurinn var viljasterkur.
  3. Ekki vera hræddur við að fangelsa óvininn í langan tíma.  Þetta virkaði í Írlandi og í Seinni Heimsstyrjöldinni.  Frelsi ætti einungis að koma eftir sigur.
  4. Haldið í samstöðu Ensku mælandi ríkja.  Bretland, Kanada, Ástralía og Nýja Sjáland eru bakbein Bandalagsríkjanna bæði í Írak og Afganistan.  Söguleg samstaða þessa menningarheims er óvéfengjanleg.

 

Þó þetta sé byggt á sögulegum staðreyndum, þá held ég að það sé einnig litað Íhaldslegum formerkjum.  Þeir loka augunum fyrir menningarlegum breytum í dæminu.  Írak er múslímaríki, og er trúin, undirstaða menningarinnar, uppbyggð á ofbeldisfullri baráttu við trúvillinga.  Það er mjög ótrúlegt að andspyrnan gegn Amerískum og Breskum trúvillingum fjari út til langs tíma.  Þolinmæði lýðræðisríkja er mjög takmörkuð í stríðum sem eru utan beinna heimavarna.  Bandaríkjamenn voru t.d. búnir að vinna Víetnam stríðið (með sigrinum í Tet-orustunni), þegar þolinmæði Bandarísku þjóðarinnar rann út.  Þeir því í raun unnu stríðið, en töpuðu friðnum.


Bókabrenna Pólitískrar Rétthugsunar

Ef bækurnar um Tinna verða bannaðar vegna fordóma sem þar finnast, þá gengur ekki að láta þar við sitja.  Ég setti því samann uppkast af öðrum bókum sem þyrfti að brenna:

 

  1. Shakespear.  Kvenfólk þar er undirgefið manni sínum, og gefur "Hristispjót" ranga hugmynd um getu kvenfólk og jafna stöðu þess við karlmenn.  Geðsjúklingum er lýst sem illmennum og gyðingahatur er augljóst t.d. í Verslunarmanninum frá Feneyjum.
  2. Allar Norrænar Sögur:  Aftur fullar af kvenfyrirlitningu, og fólki af Keltneskum ættum er lýst sem þrælum.  Þrælar eru þar líka drepnir reglulega fyrir engar sakir.
  3. Grískar fornbókmenntir: kvenfyrirlitning og kynþáttahatur.  Persum er t.d. lýst sem hommum.  Já!; og fordómar gegn samkynhneigðum.
  4. Klassískar rómverskar bókmenntir:  Kynþáttafordómar, stríðsást, kynjafyrirlitning o.s.frv.
  5. Biblíuna:  Fordómar gegn þeim sem ekki fylgja trúnni, kynjamisrétti, fordómar gagnvart Faríseum og Rómverjum.
  6. Kóraninn:  Pedófílía, Kynþáttafordómar, Trúarfordómar, kynjafordómar... í raun Hatur á öllum sem ekki eru karlmenn og fylgjendur Íslam.
  7. Símaskráin: fordómar gagnvart þeim sem eru með eftirnöfn (þau koma síðast) og fordómar gegn fólki sem ber nafn sem kemur aftar í stafrófsröðinni.
  8. Og á meðan við erum á því sviði; Stafrófið.
  9. Strumparnir: Ein sagan segir fá því þegar Strumparnir fá sjúkdóm sem gerir þá svarta.  Þeir verða líka illir í leiðinni.  Í strumpinn með þessa strumpuðu fordóma!
  10. Allt um fjölskyldu jólasveinana: fordómar gegn Þéttvöxnum og háum konum sem búa í hellum.
  11. 1001 Nótt:  Þrælar, kvenfyrirlitning o.s.frv.
  12. Halldór Laxnes:  Skrifar ekki um alþjóðasamfélagið.  Útlendingahatur í Atómstöðinni (það eru samt Ameríkanar, svo það er kannski í lagi)
  13. Orðið Svart: lýsingarorð sem ber með sér fordóma.  Ætti að breyta í “andstæðahvítssemsamterjafnrétthárlitur”, ja eða bara “nýhvítur”
  14. Hringadróttinssagan:  Kynþætti Orka er lýst sem alillum og engin tilraun gerð til að skilja lögmætar kröfur þeirra og væntingar.  Engin kona heldur í Félagsskap Hringsins.
  15. Faðirvorið:  FAÐIRvorið...
  16. Allar bækur frá miðöldum:  trúarfordómar, kynjafordómar, kynþáttafordómar.
  17. Ég gæti haldið áfram.  Þetta verður rosaleg brenna!

 

"Þetta er bara forleikur.  Þar sem þeir brenna bækur, þar enda þeir á að brenna manneskur."

 (þýska: “Das war Vorspiel nur. Dort, wo man Bücher verbrennt, verbrennt man am Ende auch Menschen.”)
- Heinrich Heine, Almansor (1821)


Tinni Nasisti

Rödd pólitískrar rétthugsunar er í hávegi höfð í landi Elísabetu frænku.  Nýjasta herferðin sem hópur Guardian lesandi frjálslyndra vinstrimanna er að kljást við er gegn kynþáttahattaranum Belgans Herge og sköpunarverki hans Tinna.Tintin-au-Cogo

Tinni er sagnabálkur samnefnds fréttasnáps frá Belgíu sem ferðast um hin ýmsu menningarsvæði með það helst að markmiði að leysa glæpi og bjarga þeim sem er bjargarþurfi.  Oftast einn síns liðs, eða stundum með hjálp Kolbeins Kafteins vinar síns (og hugsanlegt ástmanns).  Tinnabækurnar eru óvéfengjanlega barn síns tíma, og lýsa heimi sem til var milli stríða árana og til loka sjöunda áratugarins.  Tinni byrjar því sem tvíddklæddur millistéttamaður og endar sem gallabuxnaklæddur bítnikk.

Tinni er teiknimyndapersóna og eru teikningar af þeim kynþáttum og þjóðum sem hann fyrirhittir teiknaðir sem í þeim absúrd teiknimyndastíl sem ættaður var frá blöðum eins og Speglinum eða Punch.  Kínverjar eru Kínverjalegir, Indjánar indjánalegir, Skotar allir í pilsi og Austur-Evrópumenn allir með sítt yfirvaraskegg. 

pohori_futa_dzalon11Þetta fer ofboðslega fyrir brjóstið á Pólitískum Rétthugsuðum.  Við eigum jú öll að vera jöfn, öll að vera eins.  Þar á ofan er Tinni pólitískur.  Það er að segja með ranga pólitík, hann fylgir ekki pólitískri rétthugsun, sem í dag er eina pólitíkin leift í barnaefni og fjölmiðlum Vestrænna ríkja.  Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir, og lifa í Alþjóðasamfélagi sem er kynlaust, menningarlaust, og þar sem allir eru sammála (á pólitísk rétthugsandi máta).  Þeir einu sem gera eitthvað rangt eru bara misskyldir, áttu erfiða barnæsku, tja eða jú eru hvítir og Amerískir.

Herge var mikill andkommúnisti og skrifaði fyrir mjög hægrisinnað blað á milli stríða og á meðan Seinni Heimstyrjöldinni stóð.  Fyrsta Tinna bókin, sem ekki hefur komið út á Íslandi svo ég viti, er “Tinni í Sovétríkjunum” mikill andkommúnískur áróður.  En hann var reyndar jafn mikið á móti fasistum og Öxulveldum þeirra þó hann hafi farið varlegar í það að gagnrýna þá opinberlega; “Tinni og Blái Lotusinn” er skrifuð 1934 gegn Jöpunskum hernaðaríhlutunum í Kína.  “Veldissproti Ottókars Konungs” 1938 er leynd gagnrýni á Nasistaríki Þýskalands og önnur fasistaríki Evrópu, en Bordúría í þeirri bók og fleirum, er fantasíuland byggt á Þýskalandi og slíkum ríkjum á 3ja áratugnum.

Í gegnum bækurnar koma upp gagnrýni á sérvitra auðmenn, Suðurameríska pólitískusa, feitar óperusöngkonur, Englendinga, mafíaósa, nasista, kommúnista, slævísa vísindamenn, Ítalska ökumenn og Gríska auðjöfar svo fátt eitt sé nefnt.

Bókin sem verst fer í taugarnar á Pólitískum Rétthugsuðum með blæðandi frjálslyndishjarta erherge4 auðvitað Tinni í Afríku, þar sem Tinni ferðast um Belgísku Afríku á Nýlendutímanum og bjargar öllum sem hann hittir líkt og vanalega.  Afríkumenn, svartir með stórar varir (ó guð!) eru þar sýndir í kímnum múnderingum sem blandast af afrískum búningum og illa förnum notuðum Evrópskum fatnaði.  “Slíkt er náttúrulega niðurlægjandi og óhugsandi eins og við vitum sjálf“ kveða við talsmenn réttlætisins á leiðinni sinni með notuðu fötin í söfnun Rauðakrossins...

Tinni er reyndar vinsæll í fyrrum lýðveldum Belgíu, og vinsælasta bókin þar er...  “Tinni í Kongó.”


Gerum fleiri forganga fyrir vildarfarþega Efristéttarinnar!

Úr því að ríkið er farið að veita þeim efnameiri forgang í vopnaleit á alþjóðaflugvelli íslendinga er tilvalið að nota tækifærið og ganga alla leið í þeim málunum!  Það eru nóg af tækifærum til að “liðka til” fyrir “vildarfarþegum” sem “greiða fyrir það sérstaklega”.

 

  • Dómsmál: Um að gera að þeir sem hafi dýrari lögfræðinga fá forgang í dómskerfinu.  Hraðari og vinalegri samskipti ætti að vera hluti af þjónustunni.
  • Fangelsi:  Þeir sem eru efnameiri í þjóðfélaginu, og eru svo óheppnir að lenda í fangelsi ættu náttúrulega að fá forgang og hraðari þjónustu í fangakerfinu.  20 mínútna bið fyrir almenning er 1 mínúta fyrir efristéttina.  Það er því auðséð að 20 ár ættu að klárast á einu ári fyrir þá efnameiri.
  • Lóðaúthlutanir:  Þeir efnameiri ættu náttúrulega að ganga fyrir... ó…
  • Kosningar:  Þeir sem eiga fleiri eignir borga hærri skatta.  Þeir ættu því að fá fleiri atkvæði er það ekki. Þetta hefur reindar verið málsvörn landsbyggðarinnar sem vill halda atkvæðamuninum… spurning hvort þau gefi það eftir.
  • Umferðin:  Það er augljóst mál að hinir efnameiri eiga ekki að þurfa að sitja í umferðarteppu með skítugrum almúganum.  Það ætti því að taka frá sérstaka akgrein bara fyrir þá.
  • Hraðatakmarkanir:  Ættu því einnig að gilda bara fyrir almúgan en ekki fína fólkið sem þarf að flýta sér.

Rich_Jerk

Auðvitað er hægt að einkavæða eitthvað af þessu fyrst til að “Þetta (sé) ekki stjórnsýsla,” eins og hinn ágæti Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri segir.  Svo almúginn gjammi ekki um þetta.

Þetta eru eingöngu fá dæmi, en það hljóta að vera fleiri.  Það gengur náttúrulega engan vegin upp að fólk sem eignast hefur peninga þurfi að fá sömu meðferð í þjóðfélaginu eins og illa lyktandi almúginn sem á bara skuldir.


Menntastefna Breta, eða; að ala vitleysinga

Stefna Breska Verkamannaflokksins í menntamálum er einkennilegt fyrirbrigði og ekki til eftirbreytni.  Hér áður fyrr voru skólar á fjölbrautarskólastigi (til 18 ára aldurs) í Bretlandi þrennskonar: Comprehensive school sem er einskonar fjölbrautarskóli, Grammar School sem er einskonar menntaskóli, og síðan Public School, sem eru einkaskólar.

Comprehensive skólarnir voru opnir öllum nemendum úr öllum stéttum, en upp úr þeim, og neðri deildum skólana völdust bestu nemendurnir í Grammar skólana.  Þeir sem síðan sátu í Grammar skólunum urðu að halda einkunnum sínum uppi til að falla ekki út og fara niður í Comprehensive skólana.  Public skólarnir voru síðan fyrir þá sem gátu borgað skólagjöld og voru utan þessa kerfis, það er efstu stéttum landsins.  Nemendur þar skiptust minna niður eftir getu, þó fór það einna helst eftir einstæðum skólum.

Þetta Grammar skólakerfi virkaði vel og margir helstu leiðtoga Breta á öllum sviðum komu úr þeim skólum.  Þetta var kerfi sem ýtti undir þá sem best gátu.  Þeir bestu úr Grammar skólunum fengu pláss í bestu háskólum landsins, óháð stétt eða fjármunum þeirra og fjölskyldu þeirra.  Ein versti ójafnaðurinn var þó að lélegri nemendur úr Public skólunum komust framar í röðina inn í góða háskóla en góðir nemendur úr Grammar skólunum.  En því var ekki alsráðið.  Þeir Public skóladrengir sem ekki sýndu sérstaklega góðar framfarir í menntun voru sendir í herskólann að Sandhurst og þaðan í herinn, og stúlkur voru sendar í giftingaleiðangra eða annað þvíumlíkt.  Winston Churchill er einn þeirra sem voru sendir til Sandhurst vegna lélegrar menntagetu.

Þetta val og hæfnisbarátta nemenda hefur alltaf farið einkarlega illi í Verkamannaflokkinn, og hefur stór hluti þess flokks farið fram á að öll próf, og val eftir hæfni í háskóla verði afnumið.  Einkaskólar eru nú í mikilli afturför, og vinnur ríkisstjórn Verkamannaflokksins að því að gera útaf við þá vegna stéttaskiptingarinnar sem þeir eru hluti að.  Það er gott og gilt, en sama árásin gengur á Grammar skólana sem eru nú orðnir fáir eftir.  Svar Verkamannaflokksins við menntamálum er að koma upp svokölluðum City Academy skólum, þar sem allir nemendur fá menntun óháð hæfni.  Háskólar verða síðan að sanna að þeir taki inn þverskurð af þjóðfélaginu, en velji ekki eftir prófum eða viðtölum...

Ný afhjúpuð stefna hins nýja forsætisráðherra gengur enn lengra og mun umbreyta öllum lærdómi menntakerfisins.  Lestur, skriftir og reikningur verða skyldufög, en allt annað fer eftir vali hvaða kennarana sjálfra.  Að auki á að skera niður magn lærdóms yfir daginn um 1/3.  Sá tími sem síðan ávinnst eiga kennarar, og betur gefnir nemendur, að nota í að kenna þeim sem hafa minnstu getuna, til að allir haldi sama menntunarhraðanum í kerfinu.

Í stuttu máli eiga allir að vera jafn menntaðir eftir námið, og fer sú menntun eftir heimskasta nemandanum í kerfinu.  Og svo skilur enginn af hverju svona stórt hlutfall ungs fólks í Bretlandi lætur eins og hálfvitar að menntun sinni lokinni.

Útópísk heimska hins gamla Kommúnisma (allir SKULU vera jafnir) er enn við lýði.  Jöfnunin fellst í að allir séu jafnir á við mesta aumingjann í þjóðfélaginu.


Sannleikurinn er dauðvænn

If you want to tell people the truth, make them laugh, otherwise they'll kill you. Oscar Wilde

Hamas; Palestínski armur Múslímska Bræðralagsins og vinir Íslendinga

Íslendingar hafa verið að gæla við þá hugmynd að sitjast Hamas_Leader_ismail_haniyeh_at_rallyniður til viðræðna við Arabísku samtökin Hamas, og viðurkenna tilverurétt og stjórn þeirra Gaza í Palestínu.  En fáir virðast vita hvað Hamas er, stefnu þeirra og uppruna.

Hamas er Palestínskur armur Múslímska Bræðralagsins; alþjóðlegra trúarpólitískra samtaka Súnni múslíma.  Múslímska Bræðralagið var stofnað árið 1928 í Egyptalandi af Hassan al-Banna og útleggst stefna þeirra: “Alla er markmið okkar, spámaðurinn er leiðtogi okkar, Kóraninn er lög okkar, heilagt stríð er aðferð okkar.  Að deyja í leið Alla er okkar helsta von”.  Uppgangur Þjóðerniskenninga í kringum aldamótin 1900 var kveikjan að stofnun samtakana.  Al-Banna var mikill aðdáandi Hitlers, og skrifaði honum reglulega en samband þeirra átti eftir að aukast eins og seinna mun koma fram. Í augum al-Banna var kynþátta og þjóðernisstefna Egypta bundin í Múhameðstrúnni, þar sem Egyptaland, ásamt flestum löndum Súnni múslíma voru byggð menningu og kynþætti múslímskra araba.  Aðferðir Bræðralagsins sátu amufti_hitlernnarsvegar í samfélagsþjónustu við Íslamskan almenning, og hins vegar hernaði gegn þeim sem ekki meðtóku trúna, bæði úr hópi innfæddra og séðum nýlenduherrum Íslamskra ríkja.  Þetta ber að skoða í ljósi þess að rétt undir helmingur Egypta á þessum tíma voru Kopti Kristnir, og stórir þjóðfélagshópar Kristinna og Gyðinga bjuggu víðsvegar um Mið-Austurlönd, í mun meira mæli en er þar í dag.  Rík Mið-Austurlanda voru á þessum tíma að ná sér eftir upplausn Ottómans Heimsveldisins sem til kom vegna sjálfsstjórnarbaráttu Araba gegn Tyrkjum.  Arabar nutu stuðnings Breta og Frakka og sátu meira eða minna undir áhrifum Frakka og Breta á þessum tíma eftir Fyrri Heimsstyrjöldina..

Múslímska Bræðralagið, líkt og Evrópskir þjóðernisflokkar, setti upp heilsugæslustöðvar, skóla og aðra samfélagsþjónustu, bæði til að útbreiða kenningar sínar, og einnig til að safna fjármunum til hernaðaraðgerða.  Einnig komu þessar stofnanir til góða í þjálfun og þjónustu við heilaga stríðsmenn samtakana.  Ofbeldisverkum Bræðralagsins var þó haldið í skefjum að miklu leiti fyrir íhlutun Breskra yfirvalda í Egyptalandi, en Stríðið átti eftir að opna aðrar leiðir fyrir Bræðralagið.grand_mufti_ss2

Einn helsti hugmyndaleiðtogi Bræðralagsins og leiðtogi þeirra í Palestínu var Æðsti Múftinn af Jerúsalem.  Múfti er einskonar Biskup Múhameðstrúarinnar, og gerði hann yfirráð Íslam yfir allri Ísrael að einu mikilvægasta markmiði samtakana.  En undir stjórn Breta höfðu gyðingar fengið aukna sjálfsstjórn á sínum svæðum í Ísrael.  Múftinn var lykilmaður í að kom á en nánara sambandi milli Múslímska Bræðralagsins og Þjóðernissósíalistaflokks Þýskalands á stríðsárunum.

Við upphaf Stríðsins vann bræðralagið að skæruhernaði gegn Bretum, ekki ósvipað því sem Franska andspyrnan gerði í Þýskalandi.  Skæruhernaðurinn var studdur af HamasÞýskalandi og átti að enda í alsherjar uppreisn í Egyptalandi í sameiginlegum aðgerður með Þýska Eyðimerkurher Rommels.  Bretar komust þó á snoðir um áætlunina og handtóku í einum svipan helstu leiðtoga samtakana í Egyptalandi, og gerðu þar með útaf við aðgerðina.  Ef uppreistin hefði tekist, hefði útkoman úr stríðinu orðið önnur, að minnsta kosti í Mið-Austurlöndum.

Í gegnum stríðsárin bjó Múftinn af Jerúsalem í Berlín, og í gegnum þau tengsl gengu margir meðlimir Bræðralagsins í Múslímsku SS sveitirnar, og fylltu tvö herfylki; hin svokölluðu “Handjar” Múslíma Herfylkin.  Herfylkin börðust aðalega í Júgóslavíu og á Austurvígstöðvunum, en endanlegt markmið þeirra var innrás í Mið-Austurlönd og Arabíuskagann.  Þetta rann þó út í sandinn við afhroð Þjóðverja.child_suicide_bomber

Örlög Bræðralagsins urðu önnur en annara Þjóðernissamfélagsflokka eftir Stríð.

Breska leyniþjónustan sá að Bræðralagið væri verðmæti og kom í veg fyrir að þeir væru dregnir fyrir alþjóðadómstóla.  Þeir komu því á tengslum við Bræðralagið, og unnu þeir sameiginlega að aðgerðum gegn fyrst sjálfsstæðisbaráttu gyðinga í Ísrael, og síðar (með CIA) gegn uppgangi Sósíalista og Kommúnista í Mið-Austurlöndum og Afganista.

Með þessari blöndu af samfélagþjónustu og ofbeldi náði Bræðralagið fljótlega fótfestu sem stórfelt pólitískt afl í Egyptalandi og nágrannaríkjunum, en völdin sköpuðu togstreitu milli þeirra og annara pólitískra afla þessara landa.  Á endanum voru samtökin bönnuð í Egyptalandi og mörgum öðrum ríkjum Miðausturlanda, en þau eru þó ennþá öflug, stundum í leyni en oft undir öðru nafni.  Baráttan gegn samtökunum ásamt viðurkenningin á Ísrael er ástæðan fyrir því að Sadat, forseti Egyptalands, var myrtur af meðlimi Bræðralagsins árið 1981.

Islamic_califateStefna samtakana er óbreytt í dag, og byggist á að endurreisa Íslamska heimsveldið (undir stjórn Araba) í öllum löndum sem Íslam hefur áður ráðið yfir (Íslamska kalífaveldið). Að koma á Íslamskri alræðisstjórn yfir svæðinu og útrýma öðrum trúarbrögðum frá því svæði.

Vilji Íslenskra stjórnmálamanna, sem teljast venjulega vinstramegin við miðju, að viðurkenna og hefja viðræður við Múslímska Bræðralagið virðist kannski einkennilegt við fyrstu sýn, en er í raun það sem almennt er að gerast í vestrænum stjórnmálum.  Gifting frjálslyndra vinstrimanna og öfgafullra múslíma byggist á hatri á Ísrael og Bandaríkjunum, og tekur fram öðrum skoðunum og stefnum sem eru algjör andstæða.  Þróun þessa sambands verður áhugavert að skoða á næstu árum.  Spurningin verður hvort hið Frjálslynda Vinstra færist í átt til Þjóðernissósíalismans, eða hvort uppúr slitni úr þessu sambandi, og þá hvað það taki til að slík slit gerist.

Til skamms tíma verður áhugavert að sjá hvort talsmenn Hamas taki í höndina á Utanríkisráðfrú, sem er bæði trúvillingur (infidel) og kona.


Áfengi og skattar

Nú ætla Bretar að auka skatt á áfengi, og halda þannig Skandinavísku leiðina í þeim Pete-Doherty6"áfengisvörnum".  Þeir eru allt í einu orðnir fullir þeirrar fávisku að með því að auka kostnað drykku, þá muni ölæðum fækka.  Þessi púritanska hyggja er ráðandi í Norðanverðri Evrópu, og sérstaklega á Norðurlöndunum.  Sú staðreynd að þar sem áfengi er ódýrt, og allstaðar á boðstólnum, er minna um áfengisvandamál, virðist algjörlega fara framhjá púrítönum templaraheimsins.

Það væri kannski gáfulegra að hætta að flytja hetjufréttir af uppdópuðum "celebrities" í slef-fjölmiðlum, svo unga fólkið taki sér þá ekki til fyrirmyndar.

Af hverju halda stjórnmálamenn að skattar séu til þess gerðir að stunda einhverslags útópíska samfélagsmótun, í stað þess að vera til þess gerð að safna peningum fyrir ríkið eins og upphaflega stóð til.  Þetta er nánast jafn "gáfulegt" og að banna bjórinn, eins og beerfestÍslendingar gerðu í fávisku sinni í marga áratugi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband