Ár 0

Ég hef verið að spá í vanda kapítalismans undanfarið og þessum reglulegu efnahagshrunum sem plagar hann.  eitt megin vandamál kapítalismans er að skuldasöfnunin sem hann fæðir.

Hreinn kapítalismi fylgir skógarlögmálinu þar sem færri og færri eignast stærra og stærra hlutfall auðsins.  World Institute for Development Economics Research of the United Nations University í Helskinki hefur sýnt fram á að 2% af mannfjölda heimsins á 50% af öllum auð heimsins.  Hlutfall eigendana fer minnkandi og hlutfall auðsins fer stækkandi.

Ofan á þetta er sú staðreynd að auðmenn reyna að borga launamönnum sem minnst.  Sögulega frá iðnbyltingunni hafa verkalýðsfélög verið mótbáran sem haldið hefur launum launamanna uppi.  Alþjóðavæðingin hefur hins vegar bundið enda á vald verkalýðsfélaga.  auðmenn hafa einfaldlega fært framleiðslu sína til "ódýrari" framleiðsluríkja.  Fyrst til Kína, og nú til Indlands.  

Auðmenn þurfa hins vegar að selja framleiðslu sína til launamanna til að halda framleiðslu gangandi, launamanna með minni og minni kaupgetu.

Auðmenn verða einnig að ávaxta uppsafnaðan auð sinn.  Þeir gera það með því að lána auðinn til minni fyrirtækja og launamanna (sem ég set í sama hatt).  Þeim meiri auður sem safnast á færri hendur, þeim meira þarf að koma í vexti, og þeim auðveldara er að fá lánað.

Þeim meira hlutfall auðs á færri hendur, þeim færri verða framkvæmdir sem ekki byggjast á skuldum.  Þeim erfiðara er fyrir smáfyrirtæki að komast upp úr skuldum.

US_Household_Debt_to_GDP_ratioLaunamenn sökkva því dýpra og dýpra í skuldir eins og meðfylgjandi línurit sýnir.

Kreppur koma síðan upp þegar launamenn hafa ekki efni á að kaupa framleiðslu auðmanna.  Þegar kreppuástand kemur upp, verða auðmenn varkárari með fé sitt, og lána minna, og eyða minna.  Sem síðan eykur á kreppuástandið.

Það sem hefur lagað kreppuástand á síðustu áratugum er inngrip ríkisins í efnahag landa.  Samansafn auðs hefur hins vegar gert það að verkum að auðmenn eru orðnir ríkari en þjóðríkin, og þau hafa ekki lengur bolmagn til aðgerða líkt og áður.

Fljótt á litið virðist sem kreppur verði fleiri og dýpri þeim lengra sem dregst í þessu kerfi.  Þetta einfaldlega getur ekki gengið til lengdar.

Nú myndu kommúnistar fagna og segja að þeirra kerfi sé best.   En það kerfi hrundi vegna skorts á samkeppni.  Það var eingin ástæða til að menntast eða vinna hart þegar einstaklingar græða ekkert á því.

Hvað er þá hægt að gera?

Hvað ef allar skuldir, allstaðar yrðu afskrifaðar á einum degi.  Byrja upp á nýtt?  Ár 0.

Auðurinn yrði enn til staðar, en allar skuldir hyrfu?

Fjölskyldur ættu þá húsin sín skuldlaust og allt fé sem þær vinna sér inn færi í neyslu.  Sem eykur framleiðni.

Bankar ættu engar skuldir, en þeir ættu fullt af fé í bönkunum sem þeir gætu lánað út.  t.d. til smáfyrirtækja og byrjunar-hugmyndavinnu.

Auðmenn ættu ennþá það sem þeir eiga.

Ekkert ríki skuldaði öðru neitt, og þau fátækustu stæðu því betur.

Vextir yrðu nánast engir, þar sem það væri svo mikið af auð tiltækum og fáir sem þyrftu á lánum að halda.

Ég er ekki efnahagsfræðingur, en ef einhver þekkir til væri gott að fá skoðun á þessari hugmynd.  Möguleikinn á að fá öll ríki í heiminum til að samþykkja þetta, sérstaklega þau ríkustu, er engin.  En þetta er hrein akademísk hugmynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sendu Agli þessa grein. www.eyjan.is er síðan sem allir/of fáir hugsandi menn eru að fylgjast með. Þar finnur þú Egil. Kveðja, Daði bró.

Daði Þór Veigarsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband