Eru Íslendingar að þjást fyrir ábyrgðarleysi stjórnvalda?

Sú saga gengur um að IMF lánið og hjálp frá ESB byggist á því að ríkisstjórn Íslands segi af sér.  Erlendir aðilar vilja ekki lána þeim sem komu Íslandi í þetta ástand peninga.  Eftir endalausar lygar um stöðu bankana og Íslenska efnahagslífsins erlendis hafa stjórnmálamenn á Íslandi misst alla virðingu og trúverðugleika erlendis.

Íslenskir stjórnmálamenn eru hins vegar vanir að þegar upp kemst um spillingu og vanhæfni í starfi, þá þurfi þeir að bara að bíða í smá tíma á meðan fiskimynni Íslensku þjóðarinnar gengur sinn gang.  Vandamálið er að erlendis eru menn vanir að stjórnmálamenn séu látnir sæta ábyrgð fyrir gerðir sínar.

 Á meðan fær Íslenska þjóðin að þjást, en valdastéttinni er sama.

campaign%20cashEins og lítil stelpan sagði einu sinni "Svona er Ísland bara... "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oftast þurfa erlendir stjórnmálamenn að segja af sér ef þeir verða uppvísir um spillingu og vanhæfni! Hér eru bara hrokar og siðblindir stjórnmálamenn sem sitja sem fastast og vilja alls ekki skilja að enginn vill hafa þá lengur við völd! Þetta er að gera mann brjálaðan!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 13:01

2 Smámynd: Upprétti Apinn

Nú styðja 53% Íslendinga Forsætisráðherran.  Þeim hefur semsagt tekist að blekkja Íslensku þjóðina.

Þeir eru svona hrokafullir og siðblindir vegna þess að Íslendingar leifa þeim að gera það.

Upprétti Apinn, 10.11.2008 kl. 18:03

3 identicon

Ósammála að hluta til, ef ég má tjá mig.

Jóhanna, hún er einstök og Geir er heiðarlegur og grandvar maður og upp á hann verður enginn ósómi klagaður. Hann er  bara ekki nógu harður í horn að taka , þegar samflokksmenn hans eiga í hlut og það er vissulega ótækt. þess gjöldum við.  Þau tvö eru þrátt fyrir allt máttarstólpar þessarar ríkisstjórnar. Þau eru sérfræðingar á sínum sviðum með geysilega reynslu. Þau standa upp úr, hvort með sínum hætti. Þau fá trúlega ekki þann stuðning, sem þau þurfa frá félögum sínum og  er þeim stundum, sannarlega vorkunn. Verum sanngjörn.

Kveðja, Kolbrún Bára

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 18:52

4 Smámynd: Upprétti Apinn

Ef þau eru svona heiðvirð, en voru neydd til að styðja óhefta útrás Íslensku bankana, styðja klúður viðskiptaráðherra og stöðu Davíðs Oddssonar, tja, þá hefðu þau hætt í ríkisstjórninni fyrir löngu.  Það er búið að vera skýrt val milli sóma og valda í nokkur ár núna, og sérsakalega síðustu vikur.

Þau sitja ennþá í ríkisstjórn, svo það er augljóst hvað þau hafa valið.

Lýsir að mínu mati ekki miklum drengskap.

Upprétti Apinn, 11.11.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband