Einföld útskýring á vandamálinu

Segjum sem svo að Raggi Ráðherra gefi út tilskipun um að innbrot og rán skuli leyfileg.

Ronni Ræningi brýst inn til þín á meðan þú ert í vinnunni og rænir öllu sem þú átt.

Hann fer með góssið til Valla Veðmangara sem gefur honum pening í staðinn.

Ronni Ræningi fer síðan að kaupa fyrir peninginn hér og í útlöndum.

Valli Veðmangari  flytur góssið til útlanda og setur upp búð til að selja það.

Ronni ræningi í græðgikasti fer að ræna íbúðir í Bretlandi líka.

En þar er þetta bannað og hann handtekinn af Brúnna Breta og hald lagt á góssið.

 

Þú ert alslaus og færð líklega ekki neitt til baka, ekki bara það heldur fer Brúnni Breti fram á að Íslenska ríkið borgi fyrir það sem rænt var í Bretlandi.  Spurningin er því hver sé skúrkurinn?:

 

1. Er Ronni Ræningi skúrkur, þar sem ránið var löglegt?

2. Er Valli Veðmangari skúrkur, það er ekkert sem bannar verslun, og vörurnar voru löglega fengnar?

3. Er Brúnni Breti skúrkur fyrir að leifa ekki sömu ránin eins og Íslendingar gera?

4. Eða er Raggi Ráðherra skúrkurinn fyrir að gera innbrot og rán lögleg?

 

funny_pictures_most_wanted_criminal_rxN60-70% Íslendingar halda að allir nema Raggi Ráðherra séu skúrkar.  Það verður seint hægt að ásaka Íslendinga um að stunda rökhyggju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband