Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Blairismi: Póst Módernískur Pragmatismi

Uppgangur Póst Móðernismanns á Vesturlöndunum hefur sett fram stórar spurningar í stjórnmálum.  Allt frá upplýsingaöldinni og upphafi nútíma lýðræðis hafa flest lýðræðiskerfi Vesturlandana verið skipulögð eftir pólskiptum paradimmum  .  Konungssinnar gegn Lýðræðissinnum, Kristnir gegn Rökvísindasinnum, Kapítalistar gegn Kommúnistum.  Þetta er ástæða flokkakerfisins: hver flokkur er fylgjandi ákveðnu paradíma á ákveðnum stað í pólskiptingunni.  Fólk kýs síðan þann flokk sem fylgir þeirra hugmyndafræði.

Þessar pólskiptingar eru ekki við hendi í Póst Módern samfélagi sem snúið hefur baki við trú á hugmyndaræða, stjórnmálamenn hafa verið að glíma við þá staðreynd síðustu árin.  Ein áhrifamesta útkoman kom frá Bretlandi í formi Blairisma hjá stóru stjórnmálaflokkunum og upprisu "einsmálefnaflokka".

Tony Blair í Bretlandi umbylti gamla (Vinstri) Verkamannaflokknum í fyrsta alvöru Póst Módern stjórnmálaflokkinn.  Snúið var bakinu við gömlum paradimmum sem stefndu á útópískt samfélag.  Nýja stjórnmálafræðin byggist á því að stefnumarkmið voru sett út frá "pragmatískum" ákvörðunum um hvert málefni fyrir sig.  Markmiðatengd stjórnun sér síðan til að kerfið gengur, án mikillar ábyrgðar stjórnmálamanna.  Miðja hinnar gömlu pólskiptingar er núna standard stjórnmálaflokka.  Frjáls verslun er besta leiðin til efnahagsþenslu, sem síðan sér um velferðarkerfi þar fyrir grunn þarfir almennings; læknisaðstoð, öryggi og menntun.  Efnahagskerfið hagnast síðan til baka á frískum og vel menntuðum almenning.

Þessi pragmatismi hefur haft yfir höfuð mjög jákvæð áhrif á Breskt samfélag þar sem bæði efnahagskerfið  og velferðarkerfið eru virkari.  Framtíðaráhrif þessarar stefnu eru minnkandi lýðræði og aukin völd minníhlutahópa.

"The price of freedom is eternal vigilance" Thomas Jefferson

Áhugi almennings á stjórnmálum hefur minnkað við hvarf pólitísks paradíma.  "Til hvers að kjósa þegar allir flokkarnir eru með sömu stefnuskrána?".  Þetta er í raun ekki vitlaus skoðun, en lýðræðið mun á endanum þjást.  Lýðræðið er einungis virkt ef þjóðfélagsþegnarnir taka þátt í því.  Ef einungis lítill hluti þjóðarinnar er virkur í lýðræðinu er mikil hætta á því að ólýðræðisleg öfl fái völdin í sínar hendur, og sú áhætta fer vaxandi.  Ein áhrif þessa er aukin áhrif einsmálefna flokkar sem fylgja málum sem jafnvel minníhluti þjóðarinnar styður.  Þessir flokkar og fylgismenn þeirra hafa yfirleitt mun meiri ástríðu fyrir sínu stjórnmáli en almennur borgari, og eru því líklegri til að kjósa.  Almenningur hefur líka smekk fyrir ástríðufullum stjórnmálamönnum.  Ekki er ólíklegt að t.d. flokkar, eða flokkur, minnihlutamálefna eins og Andinnflytjendastefnu, Trúarstefnu og Femínisma geti myndað ríkisstjórn og breytt lögum landsins þvert á vilja meirihluta landsins.

Sama breyting getur gerst innan gömlu stjórnmálaflokkana, en þar geta fylgjendur vissra málefna, eða t.d. landssvæða, náð völdum langt umfram fylgjendur markmiða þeirra.

Ofan á þetta koma síðan þrýstihópar sem eiga auðveldara að vinna málefna sinna forgang með minna aðhaldi almennings við stjórnmálamenn sína, aftur þvert á vilja þjóðarinnar.  Þetta býður upp á spillingu.  Dæmi um þetta er í Bandaríkjunum þar sem t.d. samtök sem í raun eru gervifrontar fyrirtækja koma á lögum sem vinna gegn velferð almennings.  Dæmi á Íslandi er Klámmálið mikla sem upp kom um daginn.  Þar gat þrýstihópur Femínisma haft áhrif á gang mála þvert á skoðun almennings. 

Á tímum Pólskiptingar stjórnmálana höfðu stjórnmálamenn vel útlistaðar reglur til að starfa eftir, reglur sem bæði stjórnuðu ákvörðunum þeirra og um leið virkaði sem hlífiskjöldur yfir mistök stjórnmálamanna.  Margrét Thatcher í Bretlandi gerði mörg mistök á sinni starfsævi, t.d. eyðilagði hún almenningssamgöngukerfið sem ennþá veldur miklum efnahagsskaða fyrir landið.  En þetta er vel afsakað út frá stjórnmálaskoðun Kapítalískrar einstaklingshugsjónar sem hún fylgdi strangt eftir.  Við hvarf Pólskiptingarinnar hefur þessi hlífiskjöldur hugsjónar horfið líka. 

Þeir sem trúa engu, trúa öllu. 

Blairisminn hefur ekki haft þær afleiðingar að stjórnmálamenn hætti að taka rangar ákvarðanir.  Ákvarðanir eru þvert á móti oft vanhugsaðar og byggðar á skoðanakönnunum frekar en rökrænum langtímalausnum.  Lausnin sem Blairistar hafa fundið á þessu er Spuni þar sem tungumálið er afbjagað  í útskýringar á röngum ákvörðunum og vandamálum, svo hlustandi heldur á eftir að ákvörðunin sé rétt og vandamálið sé ekki til þrátt fyrir að raunveruleikinn sýni annað.  Spuni er Póstmódernísk not á tungumálinu þar sem svart getur verið hvítt.

Ég hef ekki séð fullkomna lausn á þessum lýðræðispólitísku breytingum, en líklega er besta stefnan að yfirgefa flokkalýðræðið, þar sem heimurinn sem bjó það til er ekki til lengur.  Lýðræðið þyrfti að vera byggt á einstaklingum, hvernig sem það er gert, í gegnum einmennings kosningar eða jafnvel Grísku leiðina.  Á Grikklandi til forna var nöfnum kjörbærra manna stungið í hatt og “tombóla” skar úr um hver sat þingið.  Þeir sem síðan sátu einu sinni, fóru ekki aftur í hattinn.  Þetta olli því að þingmenn voru þverskurður kjörgengra manna og minna líklegir til að vinna gegn .  Þetta er í raun ekki óvitlaus hugmynd og er starfandi stjórnmálaflokkur á Grikklandi sem hefur þessu líkt kerfi að stefnuskrá.

Breytingar í Lýðræðisátt eru frekar ólíklegar, en valdsvið og fjárfesting margra byggist á því flokkakerfi er við lýði.  Stjórnmálaflokkar vinna því hart að gera kjósendur að áhangendum líkt og fótboltaáhangendur eða trúaða.  Hvað svo sem framtíðin ber í skauti sér verður áhugavert að fylgjast með.

Bók dagsins: 1984 eftir George Orwell 


Eftir Nútímann: Nútíma nútími...

Póst Móðernisminn er framhald Móðernismans þar sem afneitun hugmynda fortíðarinnar náði hámarki.  Á meðan Móðernisminn notaði rökfræði vísindahugsunar til að finna uppbyggingu umheimsins, þá afneitar Póst Móðernisminn öllum lögmálum.  Póst Móðernisminn segir að enginn alsherjar sannleikur sé til, heldur einungis mismunandi sjónarhorn á hverjum tíma.  Sá sannleikur sem finnst sé bundin tímarúmi og breytist því.

Ég ræddi einu sinn við Prófessor Harald Sverdrup frá Háskólanum í Lundi um sannleikann í vísindum.  Upphaf samræðanna var sú skoðun mín að vissir hópar og einstaklingar innan vísindaheimsins litu á kenningar innan starfssviðs síns líkt og að um trúarbrögð sé að ræða frekar en vísindi.  Viðbrögð við gagnrýni á sumar kenningar væri svarað með samskonar ofsa og búast mætti við frá harðlínu skipulagðra trúarbragða.

Vísindi, í skilgreiningu Upplýsingaaldarinnar, leitar óendanlega eftir svörum við óendanlegum spurningu, og ekkert er heilagur sannleikur, allt er spurninga vert og fallt undir nýjan sannleika.  Vísindamenn sem koma fram við kenningar sem heilagan sannleika, séu ekki vísindamenn í þeim skilningi orðsins.

Prófessor Sverdrup var sammála þeirri útlestingu.  Hann sagði að einungis tvær kenningar í þekkingarheimi mannsins væru sannar; Kenning Darwins um þróun tegunda, og Afstæðiskenning Einsteins.

En meira að segja þessar kenningar eru ekki óvéfengjanlegar.  Afstæðiskenningin er einungis virk á jörðinni, í þessum hluta alheimsins; Rannsóknir stjarneðlisfræðinga hafa sýnt að í öðrum hlutum alheimsins virkar formúla Einsteins ekki.  Darwin kenningin á einnig undir höggi að sækja, þó að hún sé enn virk í grundvallar atriðum; Líf breytist og þróast úr einni tegund í aðra.  Hvernig sú breyting gerist, stökkbreytingar, hæg þróun, afkoma hæfileika o.s.frv. er umdeild.

Þessar Póst Módernísku samræður lýsa ágætlega paradíma nútíma Vestrænnar menningar.  Póst Móðernisminn er náttúruleg þróun Upplýsingaaðildarinnar, en um leið afneitun allra hugmynda um sannleikann.  Póst Móðernisminn er þó ekki Níhílismi, Níhílismi er einungis ein heimspeki Póst Móðernismans.  Níhílismi trúir á ekkert, en Póst Móðernisminn trúir á eitthvað, tímabundið.

Póst Móðernisminn er líklega alvarlegasta áskorun á lýðræði Vesturlandana, en meir um það síðar.

Bók Dagsins:  A Brief History of Time eftir Stephen Hawking

Mynd Dagsins:  Fightclub


Módernisminn: Nútíminn sem var

Móðernisminn er mjög breytt hugtak sem gróflega tekur yfir menningar- og vísindaheimspeki sem snéri bakinu við hugmyndum fortíðarinnar á vil nýrrar paradíma.  Þessi nýja paradíma notaði síðan að miklu leiti Darvinska vísindahugmyndafræði til að kryfja klassískar hugmyndir niður í rökræna formúlu sem síðan er gerð að nýju paradíma nútímans.

Þó að Móðernisminn sé yfirleitt tímasettur á ofanverða nítjándu öldina, þá eru hugmyndir hans grunnaðar í heimspeki Descartes og Upplýsingaöldinni.

Áhrifa Móðernismans gætir allstaðar; í fúnkís húsunum sem við búum í, í úthverfum okkar skipulögðum í greinaskiptu gatnakerfi, í húsgögnunum sem við kaupum í IKEA og nútíma listaverkum forma og uppstillingu.  Pólitískir paradimmar Þjóðernisismans, Kommúnismans og Kapítalismans eru hugmyndafræði móðernismans.

Móðernisminn byggðist í grunnin á línulaga og harðlagskiptum kerfum.  Vandamál þessara kerfisuppbygginga móðernismans er hve ósveigjaleg og óbreytanleg þau eru.  Listir og menning verður fljótlega sálarlaus, og í pólitísku paradimmum hennar verða mannslíf á endanum minna virði en uppbygging kerfisins.

Bók dagsins: Maó eftir by Jung Chang og Jon Halliday

Mynd dagsins: The Corporation


Alþjóðavæðing Kapítalismans

Kapítalíska efnahagskerfi Vesturlanda var tamið af blöndu ríkisafskipta og verkalýðshreyfinga á fyrri hluta 20stu aldarinnar.  Seinni hluti 20stu aldarinnar sá alþjóðavæðingu Kapítalismans sem á stuttum tíma sló vopnin úr höndum þessara afla.  Tollar á hráefni eru sniðgengnir með því að afla hráefna í þróunarríkjum, oft án verulegra fjárútláta til landsins utan mútugjalda.  Skattar eru sniðgengnir með því að flytja heimilisfang fyrirtækja eða eigenda til “skattfrjálsra” ríkja og verkalýðsfélög og verkfallsvopn þeirra eru slegin úr höndum þeirra með því að flytja framleiðslu til þróunarríkja með lítil eða enga verkalíðsstefnu.  Ofan á þetta kemur síðan mikil framför í vélvæðingu í framleiðslutækni, vélvæðing sem þýðir að nýja heimaland fyrirtækisins nýtur mun minni hag af fyrirtækinu en ætla mætti.

Það er þessi þróun Kapítalismans sem andstæðingar alþjóðavæðingar berjast á móti.  Samkvæmt þeim er afleiðing þessarar alþjóðavæðingar lækkun í þjóðarframleiðslu þróaðra ríkja og misnotkun á þróunarríkjum.  Þeir einu sem hagnast er efsti hluti Kapítalistakerfisins.  Afleiðingar þessa er að munur ríkra og fátækra eykst stöðugt og er Ísland þar engin undantekning.

Vandamálið við söfnun alls fjármangs efnahagsins í fáar hendur er að þar festist fjármagnið, og þar af leiðandi minnkar neyslan.  Það eru einungis svo margar þyrlur eða snekkjur sem auðmenn vilja eyða í.  Þessi haftalausi Kapítalismi eykur síðan hættuna á kreppu, ástandi sem er innbyggt í Kapítalismann.

Lítill ávinningur hefur þó verið af baráttu Andstæðinga Alþjóðavæðingar vegna lítillar samstöðu þjóðríkja og vanmáttar alþjóðastofnana.  Ein helsta von Andstæðingana hefur verið samtök þróunarríkja, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur þrýstingur frá stórfyrirtækjum lamað allar ákvarðanir og samstöðu þeirra.

Kreppa er þó aðeins hluti núverandi vanda Kapítalismans, en vélfæðingin er mun alvarlegri þróun.

Frá 17du til 19du aldar breyttist hagkerfi Vesturlandana og atvinnuþróun fluttir frá sveitum og ræktunarstörfum, til bæja og iðnaðarstarfa.  Við erum nú stödd á tímum þar sem vélvæðing er að taka algjörlega yfir iðnaðarstörf.  Þjónustustörf eru núna undirstöðu atvinnuvegur flestra Vestrænna ríkja, en líkur eru á að þau störf vélvæðist fljótlega á sama hátt.  Stærsta vandamál efnahags og pólitískrar hugmyndafræði framtíðarinnar verður því form þess hagkerfis sem tekur við  í umhverfi þar sem lítil þörf er á starfandi fólki.


Veldi Kapítalismans

Kapítalismi er óvéfengilega ráðandi hugmyndafræði í efnahagskerfum heimsins í dag.  Kapítalismi er í grunn atriðum kerfi þar sem hagnaður er megin markmið frjáls markaðar einstaklinga.  Þessi hugmyndafræði er ekki gömul en hún byggist á paradíma Upplýsingaaldarinnar um rökhyggju og frelsi einstaklingsins.  Jú viðskipti sem slík hafa verið stunduð frá fyrstu tíð, en það er frelsið og einstaklingurinn sem gerði þetta að nýrri hugmyndafræði.  Fyrir Upplýsingaöldina gátu einstaklingar efnast og viðskiptatengsl náðu milli heimsálfa, en það var fallvalt vald og skoðun konunga og trúar sem stjórnaði markaðinum og efnum einstaklinga.  Kapítalisminn er því óaðskiljanleg hugmyndafræði Vestrænnar rökhyggju. 

Heimsbúar búa nú við bestu lífsgæði mannkynssögunar og eru fylgjendur Kapítalismans fljótir að benda á að það séu afleiðingar hins frjálsa markaðar Kapítalismans.  En það eru vandamál í þeirri skoðun, vandamál sem byggja á feillyndi frjáls markaðar.

Hagnaður er markmið hugmyndafræðinnar, markmið sem byggist á því að eyða sem minnsta auð í framleiðslu og selja sem mest á sem hæðsta verði sem mögulegt er.  Í hugmyndafræðinni hefur þetta innbyggð mörk sem byggist á samkeppni.  Samkeppni um hráefni og starfskraft setur mark á hve ódýr framleiðslan geti orðið, og samkeppni milli framleiðenda um kaupendur setur mark á hve mikið og hve dýrt hægt sé að selja.  Reynslan sýnir þó að þetta er frekar einfeldnisleg formúla.

Upphaf Kapítalismans í iðnbyltingunni umturnaði Vestrænu samfélagi.  Tæknivæðing í framleiðslu, rekin áfram af markmiðum Kapítalismans um lækkun framleiðslukostanaðar, rak almenning úr sveitunum í bæina þar sem lífsgæði og lífslíkur voru litlar.  Eigendastétt Kapítalista efnaðist sem aldrei fyrr, en almenningur lifði í fátækt.  Störf í iðnaðarframleiðslu krafðist lítillar eða engrar kunnáttu, svo samkeppnin um starfskraft var lítil sem engin.  Ef starfsmenn voru óánægir með laun sín, var nóg af tilvonandi starfskrafti á götunum.

Það var tilkoma Kommúnisma og verkalýðsfélaga hans sem breytti þessu ástandi.  “Starfsfólki er ekki greytt fyrir vinnu sína, heldur fyrir þá baráttu sem það leggur fyrir kaupi sínu”.

Framleiðslumagn og hagnaður er einnig fallbær.  Ef framleiðsla verður of mikil fyrir markaðinn lækkar vöruverð og um leið verðmæti fyrirtækja.  Offramleiðsla getur komið annaðhvort ef tæknivæðing í framleiðslu eykur framleiðsluna umfram vöntun á vörunni, eða minnkandi markaði, t.d. ef kaupendur hafa minna fé til eyðslu.

Ef fyrirtæki eiga í erfiðleikum með að selja vöru sína og verðmæti þeirra lækka reyna þau að lækka kostnað.  Hæsti kostnaðurinn er yfirleitt laun.  Þetta skapar vítahring þar sem verðmætaaukning lækkar, fyrirtæki lækka laun og skera starfskraft, starfskraftur sem er líka kaupendur eyða minna, og verðmæti fyrirtækja lækka.  Þessi vítahringur endar með upplausn fyrirtækja og kreppu.  Þetta er það sem gerðist í kreppunni miklu.

Það var síðan ríkisvaldið sem náði tökum á þessu með reglugerðum sem settu tak á markaðinn ásamt skattlagningu og verkefnaframtak ríkisins sem gat tekið við af framleiðslu ef frjálsi markaðurinn var í lægð.

Vestræn ríki tókst því að ná tökum á Kapítalismanum.  Rökhyggja, ríkishyggja og Kommúnismi gerðu hugmyndafræðinni fært að umbreyta samfélaginu í lífsgæðasamfélagið sem við búum við í dag.

Tímabundið…
 

Bók dagsins:  Þrúgur Reiðinnar  eftir  John Steinbeck


Kommúnisminn er dauður, lengi lifi Kommúnisminn!

Marxískir samfélagssinnar ganga um göturnar með vissa reisn og smá hopp í spori þessa dagana.  Ástæðan er án efa seindregin uppgangur Marxískra vinstrisinna þetta misserið í ríkjum Suður-Ameríku ásamt vinsældum Marxismans, eða er það hatur á Ameríku, meðal ungra kjósenda á Vesturlöndunum.  Von virðist kviknuð um að gamli Rauður sé kannski ekki jafn dauður og af var látið.

 

Eftir nánast hundrað ár sem önnur aðal alþjóðaheimspeki vestrænnar menningar, leið kommúnisminn undir lok sem efnahags og stjórnmálakenning þann 8. Desember 1991.  Sovétríkin voru lögð niður og skipt upp í frumeiningar sínar á meðan fylgjendur Kapítalísku hugsjónarinnar fögnuðu sjálfum sér sem sigurvegaranum í baráttunni um vestrænna heimspeki.  Það eru fáar heimspekihugmyndir sem hafa fengið jafn skýr endalok með dagstimpluðum dauðadegi.

 

Ástæða þessara endaloka fólst í innbyggðum veikleika kommúnismans, en draumaborg hins fullkomna samfélag var eyðilagt af mannlegum.

Bæði kapítalisminn og draumasamfélag Karls Marx byggðist á Decartesískri sýn á samfélagPýramídakerfi Iðnmenningarinnar; náttúrulegt form kerfa sem píramídakerfi.  Á meðan Kapítalisminn fylgdi píramídakerfinu sem hreinni stefnumótun, þá var markmið Marxismans að fjarlægja “topp” píramídans algjörlega til að skapa hið fullkomna samfélag.  Þetta var útskýrt á einfaldann hátt:

 

Tækniframfarir mannlegs iðnaðar þýða að verkamaðurinn framleiðir umfram þörf sína.  Samkvæmt því ætti verkamaðurinn því að geta annaðhvort unnið minna, eða selt umframframleiðsluna og aukið lífsgæði sín.  Með áframhaldandi tækniframförum í framleiðslu eykst umframframleiðslan og vinna verkamannsins getur minnkað eða lífsgæðin aukist.  Vandamálið við Iðnaðarsamfélagið var hins vegar að framleiðslan og afrakstur hennar er í öfugu hlutfalli við hvert annað.  Auðurinn fer í vasa Verksmiðjueigenda (Auðvaldið) en ekki Verkamannana.  Auðvaldið gerast því ríkari, en Verkamenn fá lítið í sinn skerf. 

Í útópíu Karls Marx var Auðvaldið fjarlægt og Verkamenn fengju völdin og afrakstur af vinnu sinni.  Enginn í Kommúnistakerfinu væru æðri öðrum, allir fengu jafnan skerf af afrakstri samfélagsins.  Læknar og Götusóparar, Dómarar og Kolanámumenn, allir með sömu lífsgæðin.

Þar í fellst þó einnig veikleiki paradíma Marx.  Ef vinnuframlag einstaklingsins hefur ekki áhrif á lífsgæði hans, ef menntun, uppfinningarsemi eða staða einstaklingsins skiptir engu máli, þá er til lítils að vinna.  Þessi feilleiki; vöntun á virkni í framleiðni var það sem drap Kommúnismann sem efnahagskerfi.

 

Jafnræðið í pólitísku skipulagi Marx var einnig fallvalt, en George Orwell lýsti þeim vanda í “Dýrabænum”.  Í öllum samfélögum eru einhverjir sem skrifa reglurnar, einhver sem skipuleggja reksturinn.  Líkt og önnur dýr er maðurinn sjálfselskur og óhjákvæmilega notar tækifæri sem gefast til að bæta lífskjör sjálfs sín.  Í ríkjum þar sem allir eru jafnir líkt og í "Dýrabænum" verða sumir alltaf jafnari en aðrir.  Þetta gerði það að verkum að yfirvöld kommúnistaríkjanna fór að haga sér nákvæmlega eins og Auðvaldið sem þeir þóttust berjast gegn.  Kommúnisminn sem pólitískt kerfi leið undir lok

 

Samfélagsheimspeki seinni ára hefur yfirgefið að mestu leiti pólitíska og efnahagslega heimspeki kommúnismans.  Megin stefna Samfélagssinnaðrar pólitíkur í dag samkvæmt fjölmennustu flokkunum er Skandinavískur Sósíalismi; stefna sem vinnur með efnahagslega krafta kapítalismans og skattlagningu til að skapa samfélagslegt velferðakerfi með jöfnum lífsgæða að markmiði.

 

En er Kapítalismi betra efnahagskerfi í raun?, og er of snemmt að grafa Kommúnismann?

 

Bók dagsins: Dýrabærinn eftir Gerge Orwell 


Upprétti Apinn = Homo Sapiens

Upprétti apinn, drottinn Jarðarinnar og miðja alheimsins skilgreinir sjálfan sig frá öðrum dýrum jarðarinnar með hæfileikum sínum til sköpunar tækja og eiginleikum til abstrakt hugsunar.Echer Paradigm

Fyrri fullyrðingin er röng, þar sem önnur dýr nota og framleiða tæki ýmiskonar, en seinni fullyrðingin er réttari en hún er sett fram.  Upprétti Apinn hefur ekki einungis hæfileika til að nota abstrakt hugsun, allt hans líf er lifað í abstrakt heimi.

Við höldum því öll fram að við sjáum heiminn eins og hann er, og hann myndi síðan hugmyndir okkar um lögmál og leikreglur heimsins.

Sannleikurinn er hins vegar sá að allir meðlimir okkar uppréttu apategundar upplifa heiminn í gegnum sigti síns eigin fyrirfram ákveðinnar skoðunar.  Þessar fyrirfram ákveðnu skoðanir eru sú heimspeki sem einstaklingar hafa búið til eða verið gefið í gegnum samfélag og uppeldi sitt.  En allir halda að sitt sigti (paradigm) sýni heiminn eins og hann raunverulega er, hversu ólíkir sem þessir paradigmar eru. 

Þessi staðreynd á við alla; Páfinn sér heiminn í gegnum trúarheimspeki Kaþólsku kirkjunnar, Condoleeza Rice í gegnum heimspeki Kapítalískra Ný-Íhaldsins og Ögmundur Jónasson í gegnum heimspeki Marxískrar Samfélagsstefnu.

Aðrar dýrategundir hafa ekki efni á abstrakt paradíma.  Í heimi þeirra hefur raunveruleikinn of margar tennur og klær fyrir slíkann lúxus.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband